Ríkið greiðir bróðurpart málsvarnarkostnaðar Sindra og Ísidórs

Sindra Snæ Birgissyni og Ísidór Natanssyni er gert að greiða …
Sindra Snæ Birgissyni og Ísidór Natanssyni er gert að greiða fjórðung málsvarnarkostnaðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkið greiðir þrjá fjórðu af mál­svarn­ar­laun­um Sveins Andra Sveins­son­ar, verj­anda Sindra Snæs Birg­is­son­ar, og Ein­ars Odds Sig­urðsson­ar, verj­anda Ísi­dórs Natans­son­ar í hryðju­verka­mál­inu svo­kallaða. 

Tví­menn­ing­arn­ir voru sýknaðir af ákær­um um til­raun til hryðju­verka og hlut­deild í til­raun til hryðju­verka en dæmd­ir fyr­ir brot gegn vopna­laga­gjöf. Var Sindri Snær dæmd­ur í tveggja ára fang­elsi en Ísi­dór í 18 mánaða fang­elsi.

22 millj­ón­ir á hvorn verj­anda

Er þeim báðum gert að greiða fjórðung mál­svarn­ar­launa skipaðs verj­anda síns. Eru mál­svarn­ar­laun Sveins Andra Sveins­son­ar, verj­anda Sindra Snæs, og Ein­ars Odds Sig­urðsson­ar, verj­anda Ísi­dórs, 22 millj­ón­ir króna hvor um sig.

Einnig er Sindra Snæ gert að greiða fjórðung þókn­un­ar verj­anda síns á rann­sókn­arstigi, Ómari Arn­ari Bjarnþórs­syni, sem nem­ur 2 millj­ón­um króna. 

Ekki leiddi ann­an kostnað af meðferð máls­ins sam­kvæmt dóms­upp­sögu.

Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson, verjendur þeirra Sindra …
Sveinn Andri Sveins­son og Ein­ar Odd­ur Sig­urðsson, verj­end­ur þeirra Sindra Snæs Birg­is­son­ar og Ísi­dórs Nathans­son­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert