Réðust á lækni sem neitaði að breyta vottorði

Ljósmynd/Colourbox

Gigt­ar­lækn­ir­inn Árni Tóm­as Ragn­ars­son seg­ir að tveir karl­menn hafi ráðist á sig á lækna­stofu sinni í vik­unni þegar hann hafi neitað að breyta vott­orði vegna ópíóða.

Þetta kem­ur fram í viðtali við Árna Tóm­as á vef Heim­ild­ar­inn­ar. Þar seg­ir jafn­framt að málið hafi verið til­kynnt til lög­reglu. 

Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir.
Árni Tóm­as Ragn­ars­son gigt­ar­lækn­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Hann seg­ir í viðtal­inu að hann hafi aldrei orðið fyr­ir of­beldi í sínu starfi fyrr en nú þegar menn­irn­ir ógnuðu hon­um og heimtuðu nýtt vott­orð, sem hann neitaði þeim um. Ann­ar mann­anna er son­ur konu sem hafði verið skjól­stæðing­ur Árna Tóm­as­ar, en hún býr nú á Spáni, og vildu menn­irn­ir að Árni Tóm­as myndi falsa vott­orðið sem hafði verið gefið út til móður­inn­ar. 

Í um­fjöll­un Heim­ild­ar­inn­ar er rifjað upp þegar Embætti land­lækn­is svipti hann starfs­leyfi að hluta, eða leyfi til að ávísa verkjalyfj­um, svefn­lyfj­um og kvíðalyfj­um. Bent er á að hann hafi und­an­far­in tvö eða þrjú ár ávísað morfín­lyfj­um til fíkni­sjúk­linga sem nota vímu­efni í æð. Tekið er fram að það hafi upp­haf­lega verið starfs­fólk skaðam­innk­unar­úr­ræðis­ins Frú Ragn­heiðar sem bað Árna Tóm­as um að skrifa upp á lyf fyr­ir skjól­stæðinga sína.

„Þetta er í fyrsta skipti sem fíkla­mál mín hafa endað með of­beldi, lík­lega tveir hand­rukk­ar­ar,“ seg­ir Árni Tóm­as í sam­tali við Heim­ild­ina. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert