Sakaði þingmanninn næstum um lögbrot

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Gagn­rýni rigndi yfir Diljá Mist Ein­ars­dótt­ur, þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins, þegar hún mætti í upp­hlutsvesti við nú­tíma­legri klæðnað við síðustu þing­setn­ingu. Þetta upp­lýs­ir hún í léttu spjalli á vett­vangi Spurs­mála þar sem hún er gest­ur ásamt Mörtu Maríu Win­kel Jón­as­dótt­ur, frétta­stjóra á Morg­un­blaðinu.

    „Ég fékk rosa­lega marga reiðipósta yfir föt­un­um sem ég var í við síðustu þing­setn­ingu,“ sagði Diljá Mist.

    Diljá Mist birti þessa skemmtilegu mynd af sér frá þingsetningardegi …
    Diljá Mist birti þessa skemmti­legu mynd af sér frá þing­setn­ing­ar­degi í sept­em­ber í fyrra. Klæðaburður­inn vakti verðskuldaða at­hygli og sitt sýnd­ist hverj­um. Ljós­mynd/​Face­book

    Greip þá Marta María inn í og spurði ákaft: „Í hverju varstu?“

    Ég var í upp­hlutsvesti sem amma mín hafði átt og henni hafði áskotn­ast,“ svaraði Diljá.

    Hófst þá darraðardans­inn.

    „Já, en það er brot á lög­um. Þú mátt ekki gera þetta. Það gilda ákveðnar regl­ur, kannski ekki lög, kannski ekki brotið lög, en það gilda ákveðnar regl­ur um þjóðbún­inga og þjóðbún­inga­vesti skal vera með þjóðbún­inga­skyrtu og það þarf að vera næla og pilsið þarf að vera með ákveðnum hætti, því svo voru til allskon­ar út­færsl­ur af þjóðbún­ing­um en það þykir t.d. mjög ósiðlegt að mæta bara í brjósta­hald­ara og þjóðbún­inga­vesti og bara ein­hverj­um leður­bux­um,“ seg­ir Marta María.

    Leður­bux­ur eða ekki?

    Gríp­ur þá Diljá inn í og seg­ir: „Það var ekki þingdressið mitt!“

    Slær þá Marta María á létta strengi og seg­ir: Víst varstu í leður­bux­um, nei!“

    Urðu af þessu hin hressi­leg­ustu skoðana­skipti og sjald­an eða aldrei hef­ur ís­lenski þjóðbún­ing­ur­inn orðið annað eins bit­bein milli manna í op­in­berri umræðu.

    Viðtalið við Mörtu Maríu og Diljá Mist má sjá og heyra í heild sinni hér fyr­ir neðan:

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert