Dekk fór undan strætó og lenti á húsi

Strætó á Miklubraut við Klambratún. Afturdekkið fór undan og lenti …
Strætó á Miklubraut við Klambratún. Afturdekkið fór undan og lenti á nærliggjandi húsi. mbl.is/Andrés

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu barst til­kynn­ing um um­ferðaró­happ þar sem að hjól­b­arði fór und­an strætó og lenti á nær­liggj­andi húsi. 

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu en at­vikið átti sér stað í Hlíðunum. 

Í dag­bók­inni seg­ir að auk þess að lenda á nær­liggj­andi húsi fór dekkið utan í nokkr­ar kyrr­stæðar bif­reiðar.

Ekki er greint nán­ar frá skemmd­um vegna at­viks­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert