„Þetta var ekkert grín“

Sindri Snær Birgisson (t.h.) var sýknaður af ákæru um undirbúning …
Sindri Snær Birgisson (t.h.) var sýknaður af ákæru um undirbúning hryðjuverka. Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra, segir að sýknudómurinn hafi ekki komið sér á óvart. Samsett mynd/mbl.is/Hallur Már/Eggert

Run­ólf­ur Þór­halls­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá grein­inga­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir að sýknu­dóm­ur í hryðju­verka­mál­inu svo­kallaða hafi ekki komið sér á óvart en tel­ur rétt að Lands­rétt­ur taki málið fyr­ir.

Hann seg­ir að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra taki mál­efna­lega gagn­rýni vegna rann­sókn­ar máls­ins til sín, en ef að embættið stæði í sömu spor­um í dag yrðu hlut­irn­ir meðhöndlaðir á svipaðan hátt.

Sindri Snær Birg­is­son og Ísi­dór Nathans­son voru sýknaðir af ákæru vegna und­ir­bún­ings á hryðju­verk­um í Héraðsdómi Reykja­vík­ur fyr­ir viku síðan. Menn­irn­ir voru þó dæmd­ir fyr­ir stór­fellt vopna­laga­brot. Sindri Snær var dæmd­ur í tveggja ára fang­elsi og Ísi­dór í 18 mánaða fang­elsi.

Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra var langt komið með rann­sókn­ina í sept­em­ber árið 2022 áður en embættið þurfti að segja sig frá mál­inu sök­um van­hæf­is.

Blaðamaður mbl.is sett­ist niður með Run­ólfi í húsa­kynn­um rík­is­lög­reglu­stjóra til þess að fara yfir þetta ein­staka mál í ís­lenskri réttar­fars­sögu.

Niðurstaðan kom ekki von­brigði

Fannst þér þetta óvænt niðurstaða?

„Nei, hvorki óvænt né von­brigði eða neitt þannig, held­ur ít­ar­leg­ur og vel rök­studd­ur dóm­ur fjöl­skipaðs dóms,“ seg­ir Run­ólf­ur en þrír dóm­ar­ar skipuðu dóm­inn.

Hann bend­ir á að það komi fram í dóm­in­um að aðgerðir lög­reglu hafi verið rétt­mæt­ar til að tryggja ör­yggi al­menn­ings en orðrétt seg­ir: „Viður­styggi­leg um­mæli beggja ákærðu og þær at­hafn­ir þeirra sem þegar eru rakt­ar gáfu að mati dóms­ins fullt til­efni til aðgerða lög­reglu í mál­inu er ákærðu voru hand­tekn­ir 21. sept­em­ber 2022.“

Ákæru­valdið á eft­ir að taka ákvörðun um hvort mál­inu verði áfrýjað til Lands­rétt­ar. Verj­end­ur sak­born­ing­anna sögðu í viðtali við mbl.is dag­inn sem dóm­ur féll að í þeirra huga væri ekki til­efni til að áfrýja mál­inu.

Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson, verjendur Sindra og …
Sveinn Andri Sveins­son og Ein­ar Odd­ur Sig­urðsson, verj­end­ur Sindra og Ísi­dórs í Héraðsdómi Reykja­vík­ur fyr­ir viku. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Ég tel það mik­il­vægt að efra dóms­stigið fái að fjalla um þetta líka. Það eru lög­fræðileg álita­efni þarna,“ seg­ir Run­ólf­ur og vís­ar þar til þess að menn­irn­ir voru ákærðir fyr­ir brot gegn 20. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga sem fjall­ar um til­raun og hlut­deild til brots.

„Að máta það við hryðju­verk hlýt­ur að vera mik­il áskor­un.“

Skoða þurfi lög­gjöf­ina

Í dóm­in­um seg­ir: „For­senda þess að unnt sé að sak­fella ákærða fyr­ir slíka til­raun er að hann hafi ótví­rætt sýnt þann ásetn­ing í verki, sem miðar eða er ætlað að miða að fram­kvæmd brots­ins.“ Ótví­rætt er þar lyk­il­orð.

Run­ólf­ur nefn­ir að það sé ekki hlut­verk dóm­stóla að veita lög­fræðilega ráðgjöf en að það þurfi að velta því upp hvort lög­gjöf­in sé sam­bæri­leg ná­granna­ríkj­um og öðrum sam­starfs­ríkj­um sem hafa orðið fyr­ir hryðju­verk­um hvað þetta varðar.  

Í dómi héraðsdóms er sér­stak­lega minnst á að bæði sækj­andi og verj­end­ur vísuðu til danskra dóma í mál­flutn­ingi sín­um. Mun­ur er á orðalagi ís­lensku og dönsku lag­anna að því leyti að þau síðari inni­halda ekki orðið „ótví­rætt“.

„Get­ur þetta gefið til kynna aðeins væg­ari sönn­un­ar­kröf­ur til und­ir­bún­ings­at­hafna að dönsk­um rétti í sam­hengi við mat á ásetn­ingi,“ seg­ir í dóm­in­um.

Sindri Snær og Ísidór í héraðsdómi er aðalmeðferð málsins fór …
Sindri Snær og Ísi­dór í héraðsdómi er aðalmeðferð máls­ins fór fram. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þetta orð „ótví­rætt“, er það eitt­hvað sem þú tel­ur að þyrfti að end­ur­skoða í ís­lenskri lög­gjöf?

„Já, við höf­um velt þessu ein­mitt fyr­ir okk­ur í kjöl­farið og eig­um alltaf gott sam­tal við lög­fræðinga dóms­málaráðuneyt­is­ins. Við mun­um setj­ast niður og fara yfir þetta.“

Hann seg­ir þó að rík­is­lög­reglu­stjóri hafi ekki átt sér­stakt sam­tal við ráðuneytið um hvernig megi skýra 20 gr. hegn­ing­ar­laga.

Víða ólög­mætt að eiga öfga­fullt efni

Run­ólf­ur nefn­ir að mörg Evr­ópu­ríki end­ur­skoðuðu og breyttu sinni lög­gjöf eft­ir að hryðju­verka­árás­ir áttu sér stað í ríkj­un­um.

Þá nefn­ir hann að í mörg­um Evr­ópu­ríkj­um sé varsla og miðlun efn­is sem að er of­beld­is­fullt, öfga­fullt og/​eða hryðju­verka­tengt (e. terr­orist content on­line) ólög­mætt.

Í ákær­unni á hend­ur Sindra og Ísi­dór er tekið fram að liður í und­ir­bún­ingi þeirra á hryðju­verk­um var að sækja, mót­taka og til­einka sér efni um þekkta aðila sem framið hafa hryðju­verk, aðferða-og hug­mynda­fræði þeirra. Í tölv­um þeirra fannst meðal ann­ars efni fjölda­morðingj­anna And­ers Behring Brei­vik og Brent­on Tarr­ant.

Stefnuyfirlýsing Anders Bering Breivik fannst á tölvum sakborninganna. Þá vitnuðu …
Stefnu­yf­ir­lýs­ing And­ers Ber­ing Brei­vik fannst á tölv­um sak­born­ing­anna. Þá vitnuðu þeir til rits­ins í sam­töl­um sín­um. AFP/​Cornelius Poppe

„Það er eitt af því sem við þurf­um að skoða,“ seg­ir Run­ólf­ur og bæt­ir við að embættið eigi í óform­legu sam­tali við ráðuneytið um vörslu og miðlun hryðju­verka­tengds efn­is og hvernig lög­gjöf­in varðandi það er í ná­granna­ríkj­um Íslands.

Hann seg­ir að það sé til­tölu­leg auðvelt  að nálg­ast hat­urs­fullt efni sem hvetji til of­beld­is á net­inu.

Veistu hvort það sé mikið dæmt í þess­um ríkj­um fyr­ir slíka vörslu?

„Já, bara sem dæmi að Evr­ópu­lög­regl­unni, Europol, rek­ur það sem er skammstafað ECTC – Europe­an Coun­ter Terr­orism Centre – og þar starfar fjöldi sér­fræðinga, bæði lög­reglu­menn og aðrir sér­fræðing­ar. Þau [ECTC] studdu við 126 rann­sókn­ir í Evr­ópu­lönd­um árið 2023. Í lang­flest­um þeirra mála var ein­mitt verið að grípa inn í svona ískyggi­lega at­b­urðarrás, og það snýst um mögu­leg­an und­ir­bún­ing og skipu­lagn­ingu.“

Run­ólf­ur seg­ir að gríðarleg þekk­ing sé til staðar hjá Europol í þess­um mál­um en rík­is­lög­reglu­stjóri naut meðal ann­ars aðstoðar Europol í rann­sókn þessa máls.

Meðtaka mál­efna­lega gagn­rýni

Sér­fræðing­ur Europol sagði fyr­ir dómi að ís­lenska lög­regl­an hafi 100% komið í veg fyr­ir hryðju­verk.

Run­ólf­ur seg­ir að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra standi við það mat og að dóm­ur­inn taki und­ir það.

Verj­end­ur sak­born­ing­anna settu ít­rekað út á aðgerðir lög­reglu og töldu að yf­ir­vof­andi ógn hafi verið oftúlkuð.

Tek­ur þú að ein­hverju leyti und­ir að aðgerðir lög­reglu hafi verið ótíma­bær­ar?

„Við tök­um alltaf til okk­ar mál­efna­lega gagn­rýni sem að kem­ur frá ein­hverj­um sem hef­ur þekk­ingu og skiln­ing á starfs­um­hverfi og skyld­um lög­reglu. Þannig að við tök­um alla mál­efna­lega gagn­rýni til skoðunar. Hvað varðar verj­end­urna í þessu máli þá ætla ég að nýta mér rétt­inn til þess að tjá mig ekki um það,“ seg­ir hann en Sveinn Andri Sveins­son og Ein­ar Odd­ur Sig­urðsson voru verj­end­ur Sindra og Ísi­dórs í mál­inu.

Blaðamanna­fund­ur­inn frægi

Sama dag og Sindri og Ísi­dór voru hand­tekn­ir gaf rík­is­lög­reglu­stjóri út til­kynn­ingu þar sem sagði að hættu­ástandi hafi verið af­stýrt. Degi síðar var hald­inn blaðamanna­fund­ur þar sem greint var frá meint­um und­ir­bún­ingi að hryðju­verk­um.

Var nauðsyn­legt að upp­lýsa al­menn­ing með þess­um hætti? Má ekki ætla að þetta orðalag hafi skapað ótta og hræðslu?

„Þetta er vandrataður meðal­veg­ur – á hvaða hátt lög­regla upp­lýs­ir al­menn­ing. Það er auðvitað mik­il eft­ir­spurn eft­ir því að lög­regla svari fjöl­miðlum og upp­lýsi al­menn­ing,“ seg­ir Run­ólf­ur og bæt­ir við að alltaf sé um mat að ræða.

„Í stærri aðgerðum þá hef­ur það þótt til­hlýðilegt að fá alla fréttamiðlana sam­an á sama stað og á sama tíma til að miðla upp­lýs­ing­um á þann hátt. Stund­um er þetta gert í formi til­kynn­inga.“

Hann nefn­ir að hjá embætt­inu starfi sam­skipta­stjóri sem starfs­menn ráðfæri sig við um hvernig sé best að haga upp­lýs­inga­miðlun. „Það er eins og allt annað hjá okk­ur – í sí­felldri end­ur­skoðun og er alltaf að þró­ast. Og eins og ég segi, við tök­um allri mál­efna­legri gagn­rýni hvað það varðar.“

Frá upplýsingafundi lögreglu 22. september 2022.
Frá upp­lýs­inga­fundi lög­reglu 22. sept­em­ber 2022. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Run­ólf­ur bæt­ir við að til­gang­ur­inn með því að fremja hryðju­verk er meðal ann­ars að hræða al­menn­ing. Það sé einn af þeim þátt­um sem þurfi að horfa til er kem­ur að upp­lýs­inga­gjöf, „[það er] reynt að lægja öld­urn­ar ef það magn­ast upp ein­hver ótti“.

Hann nefn­ir að um leið og sér­sveit­ar­menn sjá­ist í aðgerðum byrji sím­inn að loga hjá full­trú­um embætt­is­ins í leit að svör­um um hvað sé í gangi. Þetta mál sé eng­in und­an­tekn­ing í því, sér­stak­lega þar sem aðgerðir áttu sér stað á nokkr­um stöðum. Run­ólf­ur seg­ir mik­il­vægt að upp­lýsa fjöl­miðla og al­menn­ing í þeim til­vik­um til þess að koma í veg fyr­ir mis­skiln­ing.

Hættu­stig ekki lækkað

Viðbúnaðarstig lög­reglu vegna hryðju­verka var hækkað eft­ir að tví­menn­ing­arn­ir voru látn­ir laus­ir úr gæslu­v­arðhaldi í des­em­ber árið 2022. Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­lög­regluþjónn alþjóðasviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, sagði í viðtali við mbl.is í sept­em­ber árið 2023 að hættu­stigið gæti lækkað með sak­fell­ingu mann­anna.

Run­ólf­ur greindi frá því í viðtali við Rúv á miðviku­dag að sýknu­dóm­ur­inn yrði ekki til þess að hættu­stigið yrði lækkað. Stend­ur hættu­stigið því á þriðja stigi af fimm, sem merk­ir að auk­in ógn er til staðar á hryðju­verk­um á Íslandi.

Spurður af hverju hættu­stigið var ekki lækkað bend­ir Run­ólf­ur í skýrslu grein­ing­ar­deild­ar um hryðju­verka­ógn á Íslandi sem er gef­in út ár­lega og kom út dag­inn áður en aðalmeðferð í mál­inu hófst.

Run­ólf­ur nefn­ir að í skýrsl­unni er minnst á 13 þætti eða áhættu­vísa sem liggja að baki því að ákv­arða hættu­stig vegna hryðju­verka. Einn þess­ara þátta var þetta mál.

„Dóm­ur­inn sem slík­ur er bara einn þátt­ur af mörg­um. Hugs­an­lega er þetta ekki end­an­leg­ur dóm­ur,“ seg­ir hann.

Run­ólf­ur bend­ir á að ör­ygg­isþjón­ust­ur í Evr­ópu vari við því að hryðju­verka­ógn hafi auk­ist í Evr­ópu, Ísland er þar ekki und­an­skilið. Hann seg­ir að mörg Evr­ópu­ríki séu í efsta eða næst efsta stigi, það er að segja að al­var­leg eða mjög al­var­leg ógn sé til staðar. Því sé minni ógn hér á landi en í ná­grann­ríkj­um okk­ar en hún sé þó til staðar.

Þá nefn­ir Run­ólf­ur einnig að það sé mik­il­vægt er verið sé að meta áhættu þá verði að taka veik­leika með í reikn­ing­inn, og nefn­ir sem dæmi ákveðna veik­leika í lagaum­hverfi Íslands og getu lög­reglu til að tak­ast á við stór­ar árás­ir.

Mynd­birt­ing­ar af mönn­un­um dregið úr áhætt­unni

Nú voru þess­ir menn dæmd­ir til fang­elsis­vist­ar fyr­ir vopna­laga­brot sem þeir eiga eft­ir að afplána. En met­ur embættið svo að ógn stafi enn af þeim eft­ir að þeir eru frjáls­ir ferða sinna? Er það eitt­hvað sem þið munið fylgj­ast sér­stak­lega með?

„Af aug­ljós­um ástæðum á ég erfitt með að svara þessu mjög skýrt. Við telj­um þarna að í sept­em­ber 2022 að við stig­um þar inn í at­b­urðarrás sem við töld­um nauðsyn­legt að stíga inn í – á grund­velli margra mis­mun­andi þátta var sú ákvörðun tek­in. Í kjöl­farið hafa verið mynd­birt­ing­ar af þess­um mönn­um og annað sem að mögu­lega mun draga úr hætt­unni.

En eins og ég segi þá er vont fyr­ir mig að svara þessu ít­ar­lega hvort að við verðum í ein­hverju sér­stöku eft­ir­liti eða annað,“ seg­ir Run­ólf­ur og ít­rek­ar að þetta mál, og Sindri og Ísi­dór, sé bara einn af mörg­um þátt­um þegar hryðju­verka­ógn á Íslandi sé met­in.

Runólfur segir að myndbirtingar fjölmiðla af Sindra og Ísidór dragi …
Run­ólf­ur seg­ir að mynd­birt­ing­ar fjöl­miðla af Sindra og Ísi­dór dragi úr ógn sem gæti stafað af þeim. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Bak­slag í rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks

Leiða má lík­um að því að þeir Sindri og Ísi­dór ekki þeir einu á land­inu sem hafa slík­ar öfga­full­ar skoðanir og finni fyr­ir ein­hvers­kon­ar hatri gagn­vart ákveðnum sam­fé­lags­hóp­um. 

Run­ólf­ur tek­ur und­ir það og nefn­ir að lög­regla hafi átt í þéttu sam­tali við til dæm­is Sam­tök­in '78 og aðra full­trúa inn­an hinseg­in sam­fé­lags­ins, „og þau eru að segja okk­ur öll að þau eru að upp­lifa bak­slag í sinni rétt­inda­bar­áttu og greina aukna hat­ursorðræðu“.

Sog­ast inn í sýnd­ar­veru­leika

Run­ólf­ur nefn­ir að Bret­ar hafi í vik­unni skil­greint öfga­hyggju (e. extrem­ism) upp á nýtt og hvaða nei­kvæðu áhrif hún hef­ur á sam­fé­lagið.

Hann nefn­ir tvær helstu kenn­ing­arn­ar í hug­mynda­fræði hægri öfga­hyggju (e. right wing extrem­ism). Ann­ars veg­ar „sie­ge“-kenn­ing­in og hins veg­ar „accelerati­on“-kenn­ing­in.

Sú fyrri snýst meðal ann­ars um yf­ir­burði hvíta kyn­stofns­ins, gyðinga­hat­ur, hat­ur gagn­vart hinseg­in fólki og hat­ur gagn­vart stofn­un­um sam­fé­lags­ins.

„Þegar að fólk sog­ast inn í ein­hvers­kon­ar spjall­borð eða sýnd­ar­veru­leika þá er ákveðin hætta á að fólk verði inn­rætt og grípi þá mögu­lega til of­beld­is­verka. Eft­ir því sem efnið er meira og of­beld­is­fyllra, aukast þá vænt­an­lega lík­urn­ar á því.“

Hann seg­ir að sam­starfsaðilar embætt­is­ins hafi mikl­ar áhyggj­ur af þessu og að slæm þróun sé í þess­um mál­um.

Það er ekki fyndið leng­ur

Verj­end­ur Sindra og Ísi­dórs sögðu ít­rekað að um grín væri að ræða þegar það kom að sam­skipt­um fé­lag­anna. Sjálf­ir sögðust þeir vera með mjög svart­an húm­or og að þeim hefði aldrei órað fyr­ir því að sam­skipti þeirra yrðu gerð op­in­ber.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins gaf út skýrslu sem bar heitið, It‘s not funny anymore – Far-right extrem­ists‘ use of hu­mour, eða Það er ekki fyndið leng­ur – notk­un hægri öfga­manna á húm­or, árið 2021. Skýrsl­an fjall­ar um aukn­ingu á því að af­saka hat­ursorðræðu og of­beld­is­dýrk­un með þeim rök­um að um grín sé að ræða.

„Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins sá sér­staka ástæðu til að gefa út op­in­bera skýrslu um þetta, að það væri mark­visst verið að – inn­an þess­ar­ar hægri of­beld­is­hyggju senu – að af­saka sig með ein­hvers­kon­ar gríni.“

Run­ólf­ur nefn­ir að embættið hafi fengið alls kyns til­kynn­ing­ar inn á sitt borð um sam­töl eða um­mæli sem inni­haldi hót­an­ir án þess að það endi á sama hátt og þetta mál.

„Við höf­um gripið inn í, farið og talað við fólk, talað við for­eldra ef þetta eru ung­ling­ar. Þannig að mál sem hafa ekki verið al­veg skýr, þau enda nú ekki með að ræs­um út sér­sveit­ina og för­um í hand­tök­ur á fleiri en ein­um stað, held­ur höf­um við gripið til annarra úrræða.“

Run­ólf­ur seg­ir að í þeim til­fell­um var ekki einnig um að ræða stór­fellt vopna­laga­brot líkt og í þessu máli.

„Ég held að þegar um­fjöll­un fjöl­miðla fór meira á dýpt­ina þá hafi fólk séð að þetta var ekk­ert grín,“ seg­ir hann um sam­töl Sindra og Ísi­dórs.

Ung­ir karl­menn út­sett­ir

Run­ólf­ur seg­ir það vera sam­dóma álit sér­fræðinga að ung­ir karl­menn sem upp­lifi sig jaðar­setta í sam­fé­lag­inu og hafi mögu­lega lent í ein­hverj­um áföll­um séu helst út­sett­ir fyr­ir hægri öfga­hyggju.

Í aðalmeðferð máls­ins kom fram að bæði Sindri og Ísi­dór höfðu orðið fyr­ir áföll­um í æsku.

Hann seg­ir mik­il­vægt að skóla­kerfið, fé­lags­mála­yf­ir­völd og heil­brigðismála­yf­ir­völd eigi í góðri sam­vinnu, þekki ein­kenn­in á nei­kvæðri þróun í þess­um efn­um og geti gripið þessa ein­stak­linga.

Friðhelgi einka­lífs­ins veg­ist á við heim­ild­ir lög­reglu

Spurður hvort að lög­regl­an hafi burði til þess að fylgj­ast með ein­stak­ling­um sem aðhyll­ast öfga­hyggju og of­beld­is­full­um skoðunum, seg­ir Run­ólf­ur að það sé ýms­um tak­mörk­un­um háð.

Hann nefn­ir að stór­ar hug­sjón­ir spili þar inn í svo sem friðhelgi ein­stak­lings­ins og heim­il­is­ins veg­ist á við heim­ild­ir lög­reglu.

„Við leggj­um áherslu á það að Alþingi tryggi okk­ur tól og tæki, og þar með talið lagaum­hverfi, þannig að okk­ur sé kleift að tryggja ör­yggi al­menn­ings.“

Run­ólf­ur seg­ir að hann hafi aldrei heyrt yf­ir­mann inn­an lög­regl­unn­ar kvarta yfir góðu og öfl­ugu eft­ir­liti með heim­ild­um lög­reglu.

„Þetta tvennt þarf að fara sam­an. Ef að vald­heim­ild­ir lög­reglu eru efld­ar þá þarf að fylgj­ast bet­ur með lög­reglu.“

Þá nefn­ir hann að ít­rekað hafi verið bent á að ís­lenska lög­regl­an sé ekki á pari við helstu ná­grannaþjóðir okk­ar er kem­ur að ákveðnum laga­leg­um þátt­um.

Run­ólf­ur seg­ir að þró­un­in hvað varðar skipu­lagða brot­a­starf­semi og hryðju­verka­ógn sé mjög svipuð hér á landi og ann­ars staðar, ólíkt því sem var talið fyr­ir 20 árum, þ.e.a.s. að Ísland væri eft­ir á í þess­um mál­um. Hann seg­ir að tækn­in og sam­fé­lags­miðlar spili þar stórt hlut­verk.

Myndu gera hlut­ina á svipaðan hátt

Hvað mynd­irðu segja að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra hafi lært af rann­sókn máls­ins?

„Það er alltaf lær­dóm­ur í öllu. Við rýn­um hér allt sem við get­um, og það er okk­ar mat að mestu leyti, að ef við stæðum í þess­um spor­um aft­ur að þá mynd­um við gera hlut­ina á svipaðan hátt. Vissu­lega ein­hver atriði sem við hefðum kannski nálg­ast öðru­vísi. En svona heilt á litið að þá voru þess­ar ákv­arðanir sem voru tekn­ar í sept­em­ber árið 2022 voru fyrst og fremst byggðar á því mati að tryggja ör­yggi al­menn­ings,“ seg­ir hann og bæt­ir við að nægi­lega mikl­ar upp­lýs­ing­ar voru komn­ar fram til að hand­taka Sindra og Ísi­dór.

Run­ólf­ur nefn­ir þó að það sé ekki endi­lega best fyr­ir embættið að meta eig­in vinnu­brögð og því sé gott að fá fram fjöl­skipaðan dóm héraðsdóms til þess að fara yfir þetta mat rík­is­lög­reglu­stjóra og taka und­ir það.

Erfitt að halda úti eft­ir­liti til langs tíma

Verj­end­ur sak­born­ing­anna gagn­rýndu meðal ann­ars að lög­regla fékk heim­ild frá héraðsdómi til eft­ir­lits og ákveðinna rann­sókn­araðgerða í fjór­ar vik­ur í sept­em­ber 2022, en nýttu ekki þá heim­ild til fulls þar sem að menn­irn­ir voru hand­tekn­ir degi síðar.

Sveinn Andri og Sindri Snær.
Sveinn Andri og Sindri Snær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Run­ólf­ur seg­ir að það sé gríðarlega erfitt að halda úti eft­ir­liti all­an sól­ar­hring­inn í lang­an tíma, þá sér­stak­lega á tveim­ur ein­stak­ling­um. „Það er mjög flók­in og áhættu­söm lög­regluaðgerð.“

Hann nefn­ir ný­legt dæmi frá Bretlandi þar sem lög­regla hafði eft­ir­lit með ein­stak­lingi grunaðan um und­ir­bún­ing hryðju­verka sem týnd­ist í aðgerðunum.

Leika sér ekki með ör­yggi borg­ara

„Við get­um ekki verið að leika okk­ur eitt­hvað með ör­yggi al­menn­ings. Það er þá betra að stíga fast inn og taka ákv­arðanir með það að leiðarljósi,“ seg­ir Run­ólf­ur og bæt­ir við að það sé frum­skylda lög­reglu.

„Mark­miðið er ekki sak­fell­ing þegar við erum að hugsa um ör­yggi al­menn­ings. Við tök­um ákv­arðanir fyrst og fremst vegna ör­ygg­is, ekki mögu­leik­um á sak­fell­ingu.“

Run­ólf­ur seg­ir að það megi þó al­veg velta því fyr­ir sér á hvaða tíma­punkti væri nægj­an­legt að grípa inn í svo að álíka mál leiði til sak­fell­ing­ar. „Hversu mikið þarf að liggja fyr­ir? Hvað er til­raun? Hvað er und­ir­bún­ing­ur? Hvað er skipu­lagn­ing? Og hvað segja lög­in að sé nægj­an­legt til sak­fell­ing­ar? Það er alltaf mat,“ seg­ir hann.

Run­ólf­ur nefn­ir að þá þurfi allt „að smella sam­an“. Rétt­ur mann­skap­ur á rétt­um stað og all­ar bestu mögu­leg­ar upp­lýs­ing­ar, „enn sem komið er get­um við ekki lesið hugs­an­ir fólks þannig að við get­um ekki séð á ein­hverj­um hvað hann er að fara gera“.

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur fjór­ar vik­ur frá birt­ingu dóms til þess að áfrýja hryðju­verka­mál­inu svo­kallaða til Lands­rétt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert