Stefnuleysi í málaflokki ópíóíða

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir stjórnmálamenn hafa brugðist þeim sem …
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir stjórnmálamenn hafa brugðist þeim sem glíma við ópíóíðafíkn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þing­menn segja skýrslu rík­is­end­ur­skoðanda um stefnu í mál­um er varða ópíóíðafíkn eða fíkni­vanda al­mennt sýna stefnu­leysi og skort á for­ystu. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir stjórn­mála­menn og sam­fé­lagið sem heild hafa brugðist fólk­inu sem glím­ir við ópíóíðafíkn. 

Þór­unn og Sig­mar Guðmunds­son þingmaður Viðreisn­ar gerðu skýrslu rík­is­end­ur­skoðanda um stefnu í mál­um er varða ópíóíðafíkn eða fíkni­vanda al­mennt að um­tals­efni í ræðum sín­um. 

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Sig­mar Guðmunds­son þingmaður Viðreisn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Óljós for­ysta í mála­flokkn­um

Þór­unn sagði að það ætti að vera fólki aug­ljóst að stjórn­mála­menn og sam­fé­lagið sem heild hefði brugðist þeim sem glíma við ópíóíðafíkn.

„Úttekt­in varp­ar skýru ljósi á full­kom­inn skort á póli­tískri for­ystu, á stefnu­leysi og þoku­kennda sýn á mála­flokk­inn. Eft­ir lest­ur henn­ar ætti öll­um að vera ljóst hvernig við höf­um brugðist sem stjórn­mála­menn og sam­fé­lag því fólki sem glím­ir við erfiðan ópíóíðavanda. Eng­inn viðmæl­andi rík­is­end­ur­skoðunar gat bent á hvar for­ysta í mála­flokkn­um lægi. Það er eng­in stefna í gildi um áfeng­is- og vímu­varn­ir. Hún rann út árið 2020,“ sagði Þór­unn. 

Þá benti hún á að inn­lögn­um sök­um ópíóíðafíkn­ar hefði fjölgað um 60% frá ár­inu 2017. 

Skort­ur á ráðamönn­um sem skilja vand­ann

Sig­mar sagði mála­flokk­inn dingla ein­hvern veg­inn áfram á sjálf­stýr­ingu og að heil­brigðis­yf­ir­völd þyrftu að reiða sig á grasrót­ar­sam­tök og fé­laga­sam­tök. 

Það hef­ur verið vitað í fjölda­mörg ár að meðferðarpláss á Íslandi eru fá og það skort­ir end­ur­hæf­ingu. Það skort­ir bráðaþjón­ustu. Það er skort­ur á fjár­magni. Al­var­leg­ast­ur er samt ára­tuga­skort­ur á ráðamönn­um sem raun­veru­lega skilja vand­ann. Hring­ir það í al­vöru eng­um bjöll­um að nokk­ur þúsund manns með ban­væn­an sjúk­dóm biðja um aðstoð á hverju ein­asta ári? Þetta eru fleiri en grein­ast með krabba­mein á hverju ári.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert