Skýrsla um ópíóíða: „Niðurstaðan er býsna góð“

Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon/Narconon

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra seg­ir í sam­tali við mbl.is að niðurstaða skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um ópíóíða hafi verið býsna góð.

Í þeirri skýrslu kem­ur fram að ekk­ert ráðuneyti hef­ur tekið skýra stefnu í mál­um er varða ópíóíðafíkn eða fíkni­vanda al­mennt.

„Þetta er svo­kölluð hraðaút­tekt þar sem Rík­is­end­ur­skoðun er að fara nýja línu í að kanna til­tekið af­markað mál. Meðal ann­ars þessi viðbrögð heil­brigðisráðuneyt­is­ins við mis­notk­un ópíóíða. Við fór­um af krafti í það mál og ég fór með það inn í rík­is­stjórn fyr­ir tæpu ári síðan.

Rík­is­end­ur­skoðun fer svona inn í þau fjöl­mörgu atriði sem við lögðum til að þyrfti að fara í til þess að bregðast við þeirri þróun sem hef­ur verið varðandi þenn­an mála­flokk. Niðurstaðan er bara býsna góð. Það eru dreg­in fram atriði sem við raun­veru­lega erum að vinna að,“ seg­ir Will­um.

Semja um vinnslu raun­tíma­gagna

Fram kem­ur í skýrsl­unni að eng­inn aðili hafi fulla yf­ir­sýn yfir hve marg­ir glími við ópíóíðavanda á land­inu. Söfn­un gagna sé á for­ræði margra stofn­ana sem ekki sé til þess að bæta yf­ir­sýn. For­send­ur þess­ara aðila til gagna­söfn­un­ar og aðbúnaður þeirra sé mis­jafn og því mis­ræmi í upp­lýs­ing­um. Ráðuneytið hafi þar með ekki full­nægj­andi upp­lýs­ing­ar um stöðuna.

Spurður út í þetta seg­ir Will­um:

„Þar erum við meðal ann­ars búin að semja við rann­sókn­ar­stöð há­skól­ans, að vinna með okk­ur að raun­tíma­gögn­um, að átta okk­ur á því hvaða efni eru í gangi raun­veru­lega. Svo treyst­um við auðvitað á upp­lýs­ing­ar frá lög­regl­unni og svo auðvitað dán­ar­muna­skrá land­lækn­is. Þannig það þarf að sam­ræma og efla gagna­vinnslu þannig við höf­um bestu mögu­legu gögn hverju sinni til að átta okk­ur á stöðunni og hvað er í gangi.“

Hann seg­ir að heil­brigðisráðuneytið hafi gert fjöl­margt til að tak­ast á við vand­ann. Nefn­ir hann að Sjúkra­trygg­ing­um Íslands hafi verið falið að vinna að gerð heild­ar­samn­ings um þjón­ustu SÁÁ og aukið aðgengi að viðhaldsmeðferð, til­rauna­verk­efni sé hafið um niður­tröpp­un ópíóíða, svefn- og ró­andi lyfja í heilsu­gæslu, starfs­hóp­ur sé bú­inn að taka til starfa um skaðam­innk­un og fleira.

Taka for­ystu í mála­flokkn­um

Í skýrsl­unni kem­ur fram að ópíóíðavandi sé ótví­rætt fyrst og fremst viðfangs­efni heil­brigðisráðuneyt­is. Samt ligg­ur ekki al­veg fyr­ir hver ber ábyrgð á mála­flokkn­um í heild sinni.

Fell­ur þetta allt und­ir heil­brigðisráðuneytið?

„Við tök­um for­ystu í því. Þetta er líf-, sál- og fé­lags­leg­ur sjúk­dóm­ur og mjög flók­inn. Fé­lagsaðstæður ein­stak­ling­anna eru marg­brotn­ar og flókn­ar, nán­ast eins og ein­stak­ling­arn­ir eru marg­ir.“

Hann seg­ir að ákveðin verk­efni falli þó und­ir önn­ur ráðuneyti, eins og fé­lags­málaráðuneytið, sem og sveit­ar­fé­lög. Nefn­ir hann í því sam­hengi aðferðarfræði sem kall­ast „hous­ing first“

„Ef þú hef­ur ekki þak yfir höfuðið þá er allt erfitt. Það er mjög mik­ill hluti af skaðam­innk­un.“

Stórt samþætt­ing­ar­verk­efni

Hann seg­ir að þetta sé stórt samþætt­ing­ar­verk­efni sem þurfi að kljást við.

„Þegar skýrsl­an er les­in þá gengst heil­brigðisráðuneytið að sjálf­sögðu við for­ystu í þess­um mála­flokki, enda tók­um við frum­kvæði að því að fara í þessa veg­ferð og þetta viðbragð við mis­notk­un ópíóíða.“

Að lok­um seg­ir hann aðspurður að hann hafi veru­leg­ar áhyggj­ur af þróun mála er varða ópíóíðafíkn á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert