Vandinn eykst með úrræðaleysi

Ríkisendurskoðun birti í vikunni svarta skýrslu um ópíóíðavanda á Íslandi.
Ríkisendurskoðun birti í vikunni svarta skýrslu um ópíóíðavanda á Íslandi. AFP

„Vand­inn er alltaf til staðar og svo eykst hann og eykst. Og svo eykst hann alltaf líka þegar það er svona mikið úrræðal­eysi.

Fólk er svo týnt og á eng­an að, veit ekki hvert það á að leita og þjón­ust­an er oft tak­mörkuð,“ seg­ir Hafrún Elísa Sig­urðardótt­ir, teym­is­stjóri skaðam­innk­un­ar hjá Rauða kross­in­um, í sam­tali við Morg­un­blaðið um fólk sem glím­ir við fíkni­vanda, þá sér­stak­lega ópíóíðafíkn.

Eng­in yf­ir­sýn

Rík­is­end­ur­skoðun birti í vik­unni svarta skýrslu um ópíóíðavanda á Íslandi. Þar kem­ur meðal ann­ars fram að ein­stak­ling­um sem fengu lækni­sviðtal á göngu­deild á Vogi vegna lyfjameðferðar við ópíóíðafíkn hafi fjölgað um 121% frá 2017 til 2023.

Í skýrsl­unni eru stjórn­völd harðlega gan­rýnd fyr­ir stefnu­leysi í mála­flokkn­um. Spurð út í skýrsl­una, og þann vanda sem hún fjall­ar um, seg­ir Hafrún að það sé rétt sem fram kem­ur í skýrsl­unni að eng­inn aðili hafi yf­ir­sýn í mála­flokkn­um.

„Þegar við erum að þjón­usta þenn­an hóp erum við ein­mitt ekki með yf­ir­sýn og við erum ekki með yf­ir­sýn yfir hvað er ná­kvæm­lega að ger­ast. Þannig að við byggj­um þetta á okk­ar til­finn­ingu og til­finn­ingu okk­ar af sam­töl­um við þau sem nota þjón­ustu okk­ar,“ seg­ir Hafrún.

Hún seg­ir skorta heild­ar­sýn og stefnu í mála­flokkn­um. „Við erum alltaf í fínu sam­starfi við Vog en það er líka ákveðið stopp hjá Vogi. Það er lang­ur biðlisti þar og hef­ur ótrú­lega mik­il áhrif. Meðferðar­kerfið á Íslandi gríp­ur fólk ekki nógu fljótt, það er vitað mál,“ seg­ir Hafrún.

Ekki eina birt­ing­ar­mynd­in

Rætt var við Val­gerði Rún­ars­dótt­ur, yf­ir­lækni á sjúkra­hús­inu Vogi, í Morg­un­blaðinu í gær og benti hún á þá staðreynd að fjöldi dauðsfalla hefði tvö­fald­ast frá ár­inu 2017.

Hafrún seg­ir það ekki einu birt­ing­ar­mynd þess að vand­inn sé að aukast á Íslandi.

„Það er verið að tala um fleiri dauðsföll og það er gríðarlega al­var­legt. En það er líka að aukast mikið að fólk taki of stóra skammta án þess að það endi í dauðsfalli.

Fólk er samt að taka of stór­an skammt og það hef­ur mik­il áhrif á lík­amann. Fólk sem við erum að þjón­usta er alls ekki heilsu­hraust,“ seg­ir Hafrún.

Töl­urn­ar styðja þetta. Fjöldi inn­lagna á Land­spít­ala vegna ópíóíðam­is­notk­un­ar jókst um 194% milli 2017 og 2023.

Hún bend­ir á að flest­ir þeirra sem ofskammta legg­ist inn á bráðamót­tök­una en fólk geti bara legið ákveðið lengi inni á bráðamót­töku. „Þá er það bara út­skrifað út á götu, annaðhvort í gisti­skýli eða kvenna­at­hvarfið,“ seg­ir Hafrún.

Ítar­lega er fjallað um ópíóíðavand­ann á Íslandi í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert