Íslandsbanki gefur starfsmönnum veglega sumargjöf

Starfsmenn fá 100 þúsund krónur í sumargjöf.
Starfsmenn fá 100 þúsund krónur í sumargjöf. Samsett mynd

Allir starfsmenn Íslandsbanka fá 100 þúsund krónur í sumargjöf.

Hjá bankanum starfa um 700 starfsmenn og nemur heildarupphæðin því nærri 70 milljónum króna.

Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi bankans, staðfesti þetta við mbl.is og bætti því við að þessi háttur hefði verið hafður á undanfarin ár.

Íslenska ríkið á 42,5% í Íslandsbanka.

Bankastjórinn vildi ekki tjá sig

Þessar fregnir berast á sama tíma og vart verður við aukna verðbólgu í landinu og að mikil útgjöld ríkisins hafa verið gagnrýnd. 

Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, vildi ekki tjá sig um slíkar afleiðingar gjörningsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka