Strætó fær nærri 10 ábendingar á dag

Ábendingum fjölgaði frá árinu 2022.
Ábendingum fjölgaði frá árinu 2022. mbl.is/Valli

Alls bár­ust 3.493 ábend­ing­ar til Strætós á síðasta ári, eða nærri tíu að jafnaði á dag, sam­kvæmt yf­ir­liti sem kynnt var á stjórn­ar­fundi fyr­ir­tæk­is­ins nú í mars.

Ábend­ing­um fjölgaði frá ár­inu 2022 þegar þær voru 3.493 tals­ins.

Fram­koma, akst­urslag, of snemma, of seint eða ekki

Flest­ar voru ábend­ing­arn­ar vegna fram­komu vagn­stjóra og akst­urslags, þess að vagn hefði ekki stöðvað á biðstöð, komið of snemma, of seint eða ekki.

Einnig var kvartað yfir því að vagn beið ekki eft­ir mæt­ingu, vagn­stjóri notaði snjallsíma og ástandi vagns­ins væri ábóta­vant. Alls voru skráð 17 slys á farþegum á síðasta ári og sam­tals 152 tjón á vögn­um.

Jó­hann­es S. Rún­ars­son for­stjóri Strætós seg­ir við Morg­un­blaðið að ferðir stræt­is­vagna á ári séu um 600 þúsund og því eigi ábend­ing­arn­ar við um inn­an við eitt pró­sent af þeim. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Þar seg­ir einnig að ábend­ing­arn­ar hafi árið 2022 verið 2.369 tals­ins. Var sú tala feng­in úr kynn­ingu sem fór fyr­ir stjórn­ar­fund Strætó og var ekki rétt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert