Óttast ráðstöfun andvirðis sölunnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur áhyggjur af Íslandsbankasölunni.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur áhyggjur af Íslandsbankasölunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Ríkið á 42,5% í bankanum eða því sem nemur 850 milljónum hluta.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að virði hluta ríkisins í Íslandsbanka sé allt að 100 milljörðum króna.

„Ég hef áhyggjur af því hvernig verði farið með þessa peninga, ef þeir skila sér, því ríkisstjórnin er þegar búin að opna á það að nota tekjur af Íslandsbankasölunni í rekstur og það kemur í framhaldi af skuldbindingum ríkisins í kjarasamningum.“

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, spurður út í frumvarpið.

Leggur til að útdeila hlutabréfum til þjóðarinnar

„Ég óttast að ríkisstjórnin geti eytt öllum þessum peningum í eitthvað sem enginn veit hvað er, eða að þetta verði sett í rekstur til fjármögnunar umframeyðslu ríkisins,“ segir Sigmundur.

Aðspurður segir Sigmundur að sér hugnist frekar að útdeila hlutabréfunum jafnt til allra eigenda þeirra, þ.e. til Íslendinga.

Frekari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka