Ekki búið að áfrýja málinu: Vika til stefnu

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson.
Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn hef­ur rík­is­sak­sókn­ari ekki áfrýjað úr­sk­urði í máli Sindra Snæs Birg­is­son­ar og Ísi­dórs Nathans­son­ar. Hef­ur sak­sókn­ari viku þar til áfrýj­un­ar­frest­ur renn­ur út.

Þetta staðfest­ir Sveinn Andri Sveins­son, ver­andi Sindra Snæs, í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir frest­inn í gildi til 9. apríl þ.e. mánuði frá dóms­upp­kvaðningu. 

Oft ákveðið á síðustu stundu

Spurður hvort hann telji ein­hverj­ar lík­ur á því að mál­inu verði áfrýjað þegar svo langt sé liðið frá dóms­upp­kvaðningu seg­ir Sveinn Andri það ekki endi­lega þurfa að þýða neitt.

„Ég segi nú bara eins og oft er að það sé verið að ákveða þetta á síðustu stundu. Pásk­arn­ir koma nátt­úru­lega inn í þetta svo þetta er ekki drjúg­ur tími.“

Tví­menn­ing­arn­ir voru þann 12. mars sýknaðir af ákæru um til­raun til hryðju­verka og hlut­deild í til­raun til hryðju­verka. Voru þeir aft­ur á móti sak­felld­ir fyr­ir brot gegn vopna­lög­gjöf og var Sindri Snær dæmd­ur í 24 mánaða fang­elsi og Ísi­dór í 18 mánaða fang­elsi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert