Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn vegna andláts sex ára drengs við Nýbýlaveg í lok janúar klárast bráðlega.
Hún telur það líklegt að rannsókn klárist innan tímamarka núverandi gæsluvarðhaldsúrskurðar.
Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði áður staðfest við fjölmiðla að lögreglan gangi út frá því við rannsókn sína að móðir drengsins hafi ráðið honum bana.
Konan bjó á Nýbýlavegi ásamt tveimur barna sinna. Konan er af erlendum uppruna. Faðir barnanna býr einnig á Íslandi en er búsettur annars staðar. Þau njóta alþjóðlegrar verndar á Íslandi og hafa verið hér búsett í 3-4 ár, að því kom fram í máli Gríms í febrúar.
Ekki hafa nein nákvæm atriði úr rannsókninni komið fram svo sem dánarorsök litla drengsins.