Mál móðurinnar komið til héraðssaksóknara

Konan sem er í haldi í tengslum við andlát sex …
Konan sem er í haldi í tengslum við andlát sex ára drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúar er grunuð um að hafa ráðið syni sínum bana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mál móðurinnar, sem grunuð er um að hafa ráðið syni sínum bana á Nýbýlavegi í lok janúar, er komið til héraðssaksóknara.

Þetta staðfestir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Í varðhaldi

Konan, sem er fimmtug og af erlendum uppruna, hefur setið í gæsluvarðhaldi sem rennur út síðar í þessum mánuði.

Það er svo í höndum héraðssaksóknara að taka ákvörðun um framlengingu á gæsluvarðhaldi.

Njóta verndar

Konan bjó á Nýbýlavegi ásamt tveimur börnum sínum. Faðir barnanna býr einnig á Íslandi en er búsettur annars staðar.

Þau njóta alþjóðlegrar verndar á Íslandi en hafa verið búsett hér á landi á fjórða ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka