Ummæli Páls um Aðalstein dæmd ómerk

Páll Vilhjálmsson og Aðalsteinn Kjartansson. Ummæli Páls um Aðalstein í …
Páll Vilhjálmsson og Aðalsteinn Kjartansson. Ummæli Páls um Aðalstein í átta mismunandi greinum hafa verið dæmd ómerk. Samsett mynd

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt ómerk­an fjölda um­mæla Páls Vil­hjálms­son­ar um blaðamann­inn Aðal­stein Kjart­ans­son í sam­tals átta grein­um sem hann skrifaði. Þá er Páli gert að greiða Aðal­steini 1,4 millj­ón­ir í máls­kostnað og 450 þúsund krón­ur í bæt­ur.

Jafn­framt er hon­um gert að fjar­lægja af vefsíðu sinni þau um­mæli sem ómerkt eru inn­an 15 daga, að viður­lögðum dag­sekt­um upp á 30 þúsund krón­ur á dag uns um­mæl­in hafa verið fjar­lægð. Jafn­framt þarf Páll að birta hluta dóms­ins á vefsíðu sinni, einnig að viður­lögðum 30 þúsund króna dag­sekt­um.

Um­mæl­in tengj­ast um­fjöll­un Aðal­steins m.a. um svo­kallaða skæru­liðadeild Sam­herja. Fram kem­ur í dóm­in­um að óum­deilt sé að hluti þeirr­ar um­fjöll­un­ar hafi byggst á gögn­um sem til­heyrðu skip­stjór­an­um Páli Stein­gríms­syni sem hafi verið kennd­ur við skæru­liðadeild­ina.

Hef­ur Páll Vil­hjálms­son tjáð sig nokkuð á bloggsíðu sinni um saka­mál­a­rann­sókn þar sem Aðal­steinn hef­ur stöðu sak­born­ings, en þar er til skoðunar hvort brotið hafi verið á friðhelgi einka­lífs Páls skip­stjóra. Í um­mæl­um Páls Vil­hjálms­son­ar sem dæmd voru ómerk er meðal ann­ars vísað til þess að Aðal­steinn hafi haft beina eða óbeina aðild að meintri byrlun Páls skip­stjóra.

Tvenn um­mæli ekki dæmd ómerk

Tvenn um­mæli sem kært var fyr­ir eru þó tal­in eiga rétt á sér og eru ekki dæmd ómerk.

Í dómi héraðsdóms er vísað til þess að um­mæl­in sem dæmt er fyr­ir hafi verið lát­in falla í tengsl­um við op­in­bera þjóðfé­lagsum­ræðu sem varði meðal ann­ars trú­verðug­leika fjöl­miðla og vinnu­brögð blaðamanna. Slík um­mæli hafa í dóma­fram­kvæmd notið rýmkaðs tján­ing­ar­frels­is, en tekið er fram í dóm­in­um að það þýði þó ekki að haga megi um­mæl­um sín­um með hverj­um þeim hætti sem Páll vilji.

Varðandi um­mæl­in „Verðlaun­in fengu þeir fyr­ir frétt­ir sem aflað var með glæp­um, byrlun og gagnastuldi.“ sem einnig hafði verið kært fyr­ir er það niðurstaða dóms­ins að ekki sé til­greint hvort það hafi verið blaðamenn­irn­ir sjálf­ir sem sýndu af sér refsi­verða hátt­semi eða þriðji maður, svo sem heim­ild­armaður.

Seg­ir í dóm­in­um að þótt djúpt sé tekið í ár­inni með um­mæl­un­um, telj­ist þau rúm­ast inn­an stjórn­ar­skrár­var­ins tján­ing­ar­frels­is Páls og verða þau ekki ómerkt.

Sam­bæri­leg sjón­ar­mið eiga við um um­mæl­in: „Ef ein­hver þess­ara sam­skipta eru til á texta, t.d. í tölvu­póst­um, er lík­legt að sú sönn­un haldi fyr­ir dómi. Ann­ars er um að ræða kring­um­stæðurök fyr­ir aðild blaðamanna að skipu­lagn­ingu til­ræðis­ins auk vitn­is­b­urðar.“ Seg­ir í dóm­in­um að þarna séu frem­ur óljós­ar vanga­velt­ur Páls sem bundn­ar séu fyr­ir­vör­um. Því telj­ist þau til gild­is­dóms og séu ekki ómerkt.

Ósannaðar staðhæf­ing­ar og ærumeiðandi aðdrótt­an­ir

Varðandi mörg önn­ur um­mæli er hins veg­ar vísað til þess að Páll staðhæfi að Aðal­steinn hafi framið refsi­verðan verknað, ým­ist sem beinn ger­andi eða sem hlut­deild­armaður. Hvorki máls­gögn né framb­urður Páls skip­stjóra renni stoðum und­ir þess­ar staðhæf­ing­ar.

Hins veg­ar er vísað til þess að í um­mæl­un­um „Aðal­steinn er þrautþjálfaður í blekk­ing­um.“ Fel­ist ærumeiðandi aðdrótt­un sem hafi ekki verið sönnuð. Þá seg­ir í dóm­in­um að um­mæli Páls um að það væri „þekkt staðreynd“ að Aðal­steinn væri „flutt­ur af RÚV á Stund­in“ beri keim af því að um ein­hvers kon­ar leik­rit væri að ræða að hann ynni á Stund­inni. Væru það ærumeiðandi aðdrótt­an­ir sem bæru með sér að starfs­lok hans á RÚV hefðu verið óeðli­leg.

Þetta er ann­ar dóm­ur­inn á inn­an við mánuði þar sem um­mæli Páls eru dæmd ómerk, en Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur ómerkti einnig um­mæli hans í máli sem Þórður Snær Júlí­us­son, ann­ar rit­stjóri Heim­ild­ar­inn­ar og Arn­ar Þór Ing­ólfs­son, blaðamaður sama miðils, höfðuðu gegn hon­um. Hafði hann þar sakað þá um beina eða óbeina aðild að byrlun Páls skip­stjóra Stein­gríms­son­ar og stuldi á síma hans í tengsl­um við um­fjöll­un um fyrr­nefnda skæru­liðadeild Sam­herja.

Þurfti Páll að greiða hvor­um þeirra 300 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur og hvor­um 750 þúsund krón­ur í máls­kostnað. Páll hef­ur áfrýjað þeim dómi til Lands­rétt­ar.

Um­mæl­in í grein­un­um átta sem dæmd voru ómerk í dag eru eft­ir­far­andi:

2. apríl 2022:

  • „...og Aðal­steinn Kjart­ans­son á Stund­inni eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skip­stjóra Stein­gríms­son­ar og stuldi á síma hans.“

25. ág­úst 2022:

  • „Leik­ritið um að Aðal­steinn ynni á Stund­inni, en ekki RÚV, var hluti af sam­ráði um að byrla og stela til að ná í frétt­ir.“

28. októ­ber 2022:

  • „Aðal­steinn er þrautþjálfaður í blekk­ing­um.“
  • „Aðal­steinn var send­ur á Stund­ina til að taka við þýf­inu og koma í um­ferð.“
  • „Eng­in rann­sókn­ar­vinna fór fram, aðeins byrlun og stuld­ur.“

15. fe­brú­ar 2023:

  • „Fimm blaðamenn RÚV og Heim­ild­ar­inn­ar, áður Stund­in og Kjarn­inn, fá birta ákæru næstu tvær vik­urn­ar vegna aðild­ar að byrlun, gagnastuldi, sta­f­rænu kyn­ferðisof­beldi og broti á friðhelgi tveggja starfs­manna Sam­herja, Páls Stein­gríms­son­ar og Örnu McClure. Eyþór Þor­bergs­son aðstoðarsak­sókn­ari lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra staðfesti í viðtali við danska blaðamann­inn Lasse Skytt að ákær­ur yrðu birt­ar fyr­ir lok mánaðar.“
  • „Sjötti sak­born­ing­ur­inn er veika kon­an sem blaðamenn­irn­ir fengu til að byrla Páli, stela  síma  hans á meðan skip­stjór­inn var í önd­un­ar­vél og færa blaðamönn­um sem biðu ráns­fengs­ins á Efsta­leiti...“

27. fe­brú­ar 2023:

  • „Nýr vitn­is­b­urður, og gögn sem styðja þá frá­sögn, sýna fram á að blaðamenn­irn­ir hafi tekið þátt í að skipu­leggja byrlun­ina, verið með í ráðum þegar í upp­hafi.“
  • „Tölvu­póst­ar sem staðfesta aðild blaðamanna að und­ir­bún­ingi til­ræðis­ins eru ekki leng­ur til. Þeim var eytt.“
  • „En það bráðlá á að Aðal­steinn færi yfir á Stund­ina til að vinna úr stoln­um gögn­um er kæmu á RÚV. Þá átti bara eft­ir að byrla skip­stjór­an­um og stela síma hans þegar Aðal­steinn flutti blaðamennsku sína af RÚV yfir á Stund­ina.“

21. mars 2023:

  • „Það er einnig þekkt staðreynd að vara­formaður BÍ, Aðal­steinn Kjart­ans­son, var flutt­ur af RÚV á Stund­ina...“
  • „Rök standa til að blaðamenn hafi skipu­lagt byrlun gagn­gert til að kom­ast yfir síma skip­stjór­ans.“
  • „Tím­ann notuðu þeir til að hylja slóðina, eyða gögn­um.“

22. mars 2023:

  • „Blaðamenn­irn­ir voru vel meðvitaðir um að hafa framið al­var­legt lög­brot og kapp­kostuðu að eyða sönn­un­ar­gögn­um.“
  • „Blaðamenn RSK-miðla nýttu sér yf­ir­burða stöðu sína og virðast hafa haft öll ráð veiku kon­unn­ar í hendi sér.“

14. apríl 2023:

  • „RSK-miðlar nýttu sér skot­leyfið áður en það var gefið út. Þeir mis­notuðu and­lega veika konu til að byrla og stela.“

Upp­fært: Bætt hef­ur verið við frétt­ina um­mæl­un­um sem dæmd voru ómerk og nán­ari skýr­ing­um úr dóm­in­um á því hvaða um­mæli voru dæmd ómerk og hver ekki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert