Um 90% flokka nú matarleifar

Flokkun úrgangs virðist orðin mjög almenn.
Flokkun úrgangs virðist orðin mjög almenn. mbl.is/Colourbox

Um 90% íbúa á höfuðborg­ar­svæðinu flokka mat­ar­leif­ar til end­ur­vinnslu ef marka má niður­stöður neyslu­könn­un­ar Gallup sem unn­in var fyr­ir Sorpu. Um er að ræða net­könn­un sem gerð var dag­ana 15. des­em­ber 2023 til 7. janú­ar 2024. Könn­un­in náði til lands­ins alls og var þátt­töku­hlut­fall 43%. Niður­stöðurn­ar voru kynnt­ar í skýrslu sem lögð var fyr­ir stjórn Sorpu á dög­un­um.

Í niður­stöðunum kem­ur fram að heim­sókn­um á end­ur­vinnslu­stöðvar og í grennd­argáma hef­ur fjölgað milli ára. Sam­kvæmt könn­un­inni fer hver íbúi 14 sinn­um á end­ur­vinnslu­stöðvar og 13,7 sinn­um í grennd­argáma. Þá fer hver íbúi 3,4 sinn­um að meðaltali með föt eða vefnaðar­vöru í fatagáma.

Ánægja með þjón­ustu á end­ur­vinnslu­stöðvum hef­ur vaxið lít­il­lega á milli ára en ánægja með grennd­ar­stöðvar minnkaði hins veg­ar frá 2022 til 2023. Í fyrra voru 56% mjög eða frek­ar ánægð með grennd­ar­stöðvarn­ar en 19% frek­ar eða mjög óánægð. Fimmt­ung­ur aðspurðra kveðst telja að Sorpa megi bæta aðgengi, lengja af­greiðslu­tíma og fjölga staðsetn­ing­um og 14% vilja sjá tíðari los­un.

Bera helst við pláss­leysi

Flokk­un úr­gangs virðist orðin mjög al­menn. Þannig segj­ast 98% flokka papp­ír og pappa og sama hlut­fall á við skila­gjalds­skyld­ar umbúðir, 94% flokka plast, 79% glerum­búðir og 65% málma. Aukn­ing er milli ára í öll­um flokk­um nema í flokk­un á fatnaði, vefnaðar­vöru og skóm. Í fyrra kvaðst 81% flokka slíkt en árið áður gerðu 87% það.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert