Sorpu heimilt að semja við Stena

Sorpa í Álfsnesi.
Sorpa í Álfsnesi. mbl.is/Árni Sæberg

Kær­u­nefnd útboðsmá­la komst að þeirri niður­stöðu 12. apríl að Sorpu hafi verið heim­ilt að semja við Stena Recycl­ing AB í kjöl­far útboðs á út­flutn­ingi og orku­vinnslu úr óend­ur­vinn­an­leg­um úr­gangi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sorpu.

Þar seg­ir að með úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar hafi kröfu kær­anda um viður­kenn­ingu skaðabóta­skyldu verið vísað frá en öll­um öðrum kröf­um kær­anda var hafnað.

„For­saga máls­ins er sú að ís­lenska gáma­fé­lagið og Stena Recycl­ing AB voru meðal þeirra aðila sem gerðu til­boð í fyrr­nefndu útboði. Sorpa valdi til­boð Stena Recycl­ing sem var lægst en jafn­framt stiga­hæst sam­kvæmt val­for­send­um útboðsins. Íslenska gáma­fé­lagið kærði þessa ákvörðun SORPU til kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la 29. júní sl.  Í kæru var kraf­ist að ákvörðun Sorpu um val til­boðsins yrði felld úr gildi, að viður­kennt væri að Sorpa væri skylt að gera samn­ing við Íslenska gáma­fé­lagið og að Sorpa greiddi kær­anda máls­kostnað,” seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fram kem­ur að þar sem kæra hafi borist á biðtíma hafi samn­ings­gerð sjálf­krafa stöðvast vegna henn­ar. Sorpa krafðist þess að öll­um kröf­um Íslenska gáma­fé­lags­ins yrði hafnað og að sjálf­krafa stöðvun samn­ings­gerðar yrði aflétt.

„Í fram­hald­inu var til­boð Stena Recycl­ing end­an­lega samþykkt og kærði Íslenska gáma­fé­lagið þá ákvörðun til nefnd­ar­inn­ar og krafðist þess að hún léti upp álit sitt á skaðabóta­skyldu Sorpu vegna þess. Kær­ur Íslenska gáma­fé­lags­ins voru sam­einaðar í einu máli,” seg­ir þar einnig.

„Með úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar í sam­einuðum mál­um var kröfu um álit á skaðabóta­skyldu vísað frá nefnd­inni þar sem Íslenska Gáma­fé­lag­inu hefði verið í lófa lagið að gera slíka kröfu í upp­haf­legri kæru máls­ins 29. júní 2023. Kær­an væri því utan kæru­frests og því vísað frá nefnd­inni. Kröfu kær­anda um ógild­ingu ákvörðunar um val á til­boði Stena Recycl­ing var hafnað þar sem kom­inn væri á bind­andi samn­ing­ur og kröfu um viður­kenn­ingu að SORPU væri gert að gera samn­ing við Íslenska gáma­fé­lagið var hafnað þar sem hún væri utan valdsviðs kær­u­nefnd­ar­inn­ar. Þá var kröf­um um máls­kostnað hafnað.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert