Afgreiðslu virkjunarleyfis haldið áfram að óbreyttu

Flúðir og grónir hólmar færu á kaf undir inntakslón Hvammsvirkjunar.
Flúðir og grónir hólmar færu á kaf undir inntakslón Hvammsvirkjunar. mbl.is/Golli

Orku­stofn­un mun að óbreyttu halda af­greiðslu virkj­un­ar­leyf­is Hvamms­virkj­un­ar áfram þrátt fyr­ir kæru ell­efu land­eig­enda. Vinna við út­gáfu virkj­un­ar­leyf­is er haf­in og stefnt er að því að aug­lýsa fyr­ir um­sókn­ir á næst­unni.

Þetta seg­ir Sara Lind Guðbergs­dótt­ir, sett­ur orku­mála­stjóri, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is.

„Að meg­in­reglu frest­ar kæra ekki réttaráhrif­um stjórn­valdsákv­arðana. Að óbreyttu mun Orku­stofn­un halda af­greiðslu virkj­un­ar­leyf­is­ins áfram,“ seg­ir í svar­inu.

Vinna við út­gáfu virkj­un­ar­leyf­is haf­in

Sara Lind Guðbergsdóttir er settur orkumálastjóri.
Sara Lind Guðbergs­dótt­ir er sett­ur orku­mála­stjóri. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Lögmaður land­eig­end­anna sagði í sam­tali við mbl.is að hann vonaðist til þess að Orku­stofn­un myndi ekki veita virkj­un­ar­leyfi til Lands­virkj­un­ar á meðan kær­an væri til meðferðar hjá dóm­stól­um.

Þann 10. apríl veitti Um­hverf­is­stofn­un heim­ild til breyt­inga á vatns­hloti vegna fyr­ir­hugaðra fram­kvæmda við Hvamms­virkj­un.

„Í fram­haldi af þeirri ákvörðun sendi Lands­virkj­un er­indi til Orku­stofn­un­ar með upp­lýs­ing­um í sam­ræmi við leiðbein­ing­ar stofn­un­ar­inn­ar frá 16. nóv­em­ber 2023. Vinna við út­gáfu virkj­un­ar­leyf­is Lands­virkj­un­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi gögn er haf­in og stefnt að aug­lýs­ingu um­sókn­ar um virkj­un­ar­leyfi í Lög­birt­inga­blaði og vefsíðu Orku­stofn­un­ar á næst­unni,“ seg­ir í svari orku­mála­stjóra.

Orku­stofn­un hef­ur tvo mánuði til að af­greiða 

Hún seg­ir að lög­bund­inn at­huga­semda­frest­ur við virkj­un­ar­leyfi séu fjór­ar vik­ur og að þeim tíma lokn­um fái Lands­virkj­un færi á að bregðast við fram­komn­um at­huga­semd­um og um­sögn­um.

Að því loknu hef­ur Orku­stofn­un tvo mánuði til að af­greiða virkj­un­ar­leyfi.

Land­eig­end­urn­ir höfða mál gegn ís­lenska rík­inu og Lands­virkj­un og freista þess að fá felld úr gildi með dómi, leyfi sem Fiski­stofa veitti árið 2022, og heim­ild Um­hverf­is­stofn­un­ar fyr­ir Hvamms­virkj­un frá því fyrr í þess­um mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert