Færri nota rafhlaupahjól eftir djammið

Færri nota nú rafhlaupahjól eftir að hafa neytt áfengis en …
Færri nota nú rafhlaupahjól eftir að hafa neytt áfengis en síðustu ár. Fjöldi alvarlegra slysa hefur samhliða því dregist saman. mbl.is/Kristinn Magnússon

Færri nota nú raf­hlaupa­hjól eft­ir að hafa neytt áfeng­is og þá hef­ur slys­um á raf­hlaupa­hjól­um fækkað sam­hliða þessu. Fjöl­miðlaum­fjöll­un og her­ferð gegn áfengisakstri virðast hafa skilað góðum ár­angri.

Þetta er meðal þess sem sjá má úr niður­stöðum könn­un­ar sem Sam­göngu­stofa lét gera og úr slysa­töl­um sömu stofn­un­ar fyr­ir síðasta ár. Í fyrra setti Sam­göngu­stofa í loftið aug­lýs­inga­her­ferð þar sem hamrað var á skaðleg­um af­leiðing­um þess að halda af stað ölvaður á raf­hlaupa­hjól­um. Hafði fjöldi slysa á slík­um tækj­um skot­ist upp árin þar á und­an eft­ir að vin­sæld­ir far­ar­tæk­is­ins juk­ust gríðarlega.

Sam­kvæmt könn­un­inni, sem fram­kvæmd var í októ­ber í fyrra, lækk­ar hlut­fall þeirra sem segj­ast hafa notað raf­hlaupa­hjól und­ir áhrif­um áfeng­is síðustu sex mánuði úr 29,1% í 22,4%. Þetta er lækk­un um tæp­lega 7 pró­sentu­stig milli ára.

Graf/​mbl.is

Flest al­var­leg slys á raf­hlaupa­hjól­um eru áfram meðal barna sem eru ekki kom­in með bíl­próf og svo um helg­ar hjá fólki sem er ölvað. Meiri­hluti þeirra er ungt fólk á leiðinni heim af djamm­inu.

Heild­ar­fjöldi slysa á raf­hlaupa­hjól­um var 130 í fyrra og lækk­ar um 26% milli ára, eða úr 176 slys­um. Al­var­leg­um slys­um fækk­ar enn meira, eða um 35%. Fara þau úr 48 slys­um árið 2022 niður í 31 slys í fyrra.

Á sama tíma hef­ur lít­il breyt­ing orðið á slys­um á reiðhjól­um, raf­magns­reiðhjól­um eða öðrum virk­um ferðamát­um á milli ára. Er heild­ar­fjöldi slysa á þess­um far­ar­tækj­um 80 á síðasta ári sam­an­borið við 73 árið áður. Þá voru al­var­leg slys 35 í fyrra sam­an­borið við 33 árið 2022.

Graf/​mbl.is

Breytt hegðun eft­ir um­fjöll­un

Gunn­ar Geir Gunn­ars­son, deild­ar­stjóri ör­ygg­is- og fræðslu­deild­ar hjá Sam­göngu­stofu, seg­ir að hjá stofn­un­inni telji menn að her­ferð sem ráðist var í fyrra und­ir yf­ir­skrift­inni „ekki skúta upp á bak“ hafi valdið bæði bein­um áhrif­um, en líka vakið umræðu í þjóðfé­lag­inu sem hjálpi til að draga úr notk­un und­ir áhrif­um til lengri tíma.

„Það var mik­il umræða með áþreif­an­leg­um dæm­um um fólk sem hafði farið illa út úr því að nota þessi tæki und­ir áhrif­um,“ seg­ir Gunn­ar. „Við von­um að þessi breyt­ing sé kom­in til að vera.“ Hann tek­ur fram að fækk­un milli ára um 7 pró­sentu­stig þegar kem­ur að því að reyna að breyta slæmri hegðun telj­ist mjög góður ár­ang­ur í for­varn­ar­starfi. „Það er frá­bært að geta lækkað þetta svona milli ára.“

Gunnar Geir Gunnarsson, deildar- stjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu.
Gunn­ar Geir Gunn­ars­son, deild­ar- stjóri ör­ygg­is- og fræðslu­deild­ar Sam­göngu­stofu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Árin 2021 og 2022 voru nán­ast eins þegar kom að slys­um á raf­hlaupa­hjól­um og að sögn Gunn­ars var þá lít­il op­in­ber umræða um hversu al­var­leg­ar af­leiðing­arn­ar geta orðið. Áhrif­in séu hins veg­ar að koma sterk í gegn og seg­ist hann telja að her­ferðin og umræðan hafi haft mik­il áhrif.

Þegar umræða um slæma hegðun kemst í op­in­bera umræðu seg­ir Gunn­ar að fólk byrji sjálf­krafa að breyta hegðun sinni því það vilji ekki taka þátt í hegðun sem sé al­mennt for­dæmd. „Við heyr­um að þetta þykir ekki sjálfsagt eins og kannski var áður. Það er það sem þurfti. Fólk þarf að átta sig á þessu sjálft frek­ar en að vera að fara í harða laga­setn­ingu.“ Tel­ur hann að fólk skammist sín í dag fyr­ir að fara um ölvað á raf­hlaupa­hjól­um.

Vilja fækka slys­um ár­lega um 5%

Gunn­ar seg­ir að í þessu til­felli hafi skipt miklu máli að fólk hafi stigið fram og sagt sögu sína eft­ir slys, en nokk­ur dæmi voru um það í fjöl­miðlum á síðasta ári og þá sér­stak­lega í kring­um her­ferðina. Seg­ir hann að í ár verði haldið áfram með þessa her­ferð og hamrað á skila­boðunum þegar mesta notk­un tækj­anna er í gangi yfir sum­arið. Seg­ir hann þetta svipað verk­efni og þegar er­lend­um ferðamönn­um fjölgaði og slys­um með þeim. „Með fjölg­un þarf að setja meira púður í að koma í veg fyr­ir slys­in.“

Spurður um raun­hæft mark­mið við að ná niður slys­um sem þess­um seg­ir Gunn­ar að auðvitað vilji hann vera með núll­sýn um slys, en að raun­hæft sé að horfa til þess að fækka al­var­leg­um slys­um um 5% á ári, jafn­vel þótt not­end­um fjölgi. Könn­un Sam­göngu­stofu var fram­kvæmd af Gallup í októ­ber í fyrra. Í úr­taki voru 1.873 af land­inu öllu, 18 ára og eldri. Svar­hlut­fall var 58%, eða 1.079.

Grein­in birt­ist fyrst í Hjóla­blaði Morg­un­blaðsins sem lesa má í heild hér:

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert