Myndir: Plokkdagurinn gott verkefni og þarft

Guðni Th. Jóhannesson forseti og sjálfboðaliðar Rauða krossins á Áltanesi …
Guðni Th. Jóhannesson forseti og sjálfboðaliðar Rauða krossins á Áltanesi í morgun. mbl.is/Óttar

„Þetta hef­ur nátt­úru­lega verið haldið síðan 2018 og er hug­ar­fóst­ur Ein­ars Bárðar­son­ar sem er Rótarý-fé­lagi. Hon­um fannst þetta orðið of stórt fyr­ir einn mann að halda utan um og heyrði þá í okk­ur Rótarý-fé­lög­um um hvort það væri ein­hver grund­völl­ur til að við tækj­um við þessu verk­efni,“ seg­ir Ómar Bragi Stef­áns­son, um­dæm­is­stjóri Rótarý, í sam­tali við mbl.is.

Umræðuefnið er Stóri plokk­dag­ur­inn sem er ein­mitt í dag og er hald­inn í sjö­unda sinn og taka lang­flest sveit­ar­fé­lög lands­ins þátt í verk­efn­inu sem geng­ur út á að fyr­ir­tæki nýta dag­inn og dag­ana í kring til að taka til hend­inni við sorptínslu. Það sama á við um hverfa- og fé­laga­sam­tök og stefn­ir í metþátt­töku í ár.

„Þetta er gott verk­efni og þarft, við erum með yfir þrjá­tíu klúbba víðs veg­ar um landið sem eru að kynna þetta úti um allt og við lít­um líka bara á þetta sem tæki­færi til að vera sýni­leg, það er að segja Rótarý-hreyf­ing­in,“ seg­ir Ómar Bragi.

Guðni að plokka við Bessastaði.
Guðni að plokka við Bessastaði. mbl.is/Ó​ttar
Stóri plokkdagurinn er í dag og hafa sveitarfélög og fyrirtæki …
Stóri plokk­dag­ur­inn er í dag og hafa sveit­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki víða um land blásið til hreins­un­ar­átaks sem talið er það stærsta í sögu dags­ins sem hóf göngu sína árið 2018. mbl.is/Ó​ttar

Milli ell­efu og tólf hundruð fé­lag­ar

Aðspurður kveður hann Plokk­dag­inn falla eins og flís við rass að verk­efn­um hreyf­ing­ar­inn­ar sem láti sig um­hverf­is­mál miklu varða. „Rótarý eru stærstu góðgerðarsam­tök í heim­in­um og á þessu ári leggj­um við fjöru­tíu millj­arða í góðgerðar­mál á heimsvísu,“ seg­ir um­dæm­is­stjór­inn og bæt­ir því við að Rótarý-sam­tök­in séu úti um allt. „Ein­ar tel­ur að þetta verði stærsti dag­ur­inn, þátt­tak­an verði þannig,“ seg­ir Ómar Bragi.

Víða mátti sjá fólk í gulum vestum við ósérhlífin þjóðþrifastörf …
Víða mátti sjá fólk í gul­um vest­um við ósér­hlíf­in þjóðþrifa­störf í dag enda metþátt­taka. mbl.is/Ó​ttar

Á Íslandi seg­ir hann milli ell­efu og tólf hundruð fé­laga starf­andi í rúm­lega þrjá­tíu klúbb­um, „all­ir geta komið í Rótarý og eru vel­komn­ir, ég bý sjálf­ur á Sauðár­króki þar sem ég er um­dæm­is­stjóri og skaust suður í morg­un þar sem ég var mætt­ur við setn­ing­una í Grafar­vogi með for­seta Íslands og um­hverf­is­ráðherra. Síðan hef ég farið á milli klúbba og er stadd­ur í Hafnar­f­irði núna og á leið í Mos­fells­bæ, ég ætla bara að kíkja á mitt fólk,“ seg­ir Ómar Bragi Stef­áns­son hjá Rótarý og seg­ir sam­tök­in ávallt til­bú­in að láta gott af sér leiða.

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðarbæjar, að plokka.
Alm­ar Guðmunds­son, bæj­ar­stjóri Garðarbæj­ar, að plokka. mbl.is/Ó​ttar
Plokkað á Akureyri.
Plokkað á Ak­ur­eyri. mbl.is/Þ​or­geir
Plokkað á höfuðborgarsvæðinu.
Plokkað á höfuðborg­ar­svæðinu. mbl.is/Ó​ttar
Plokkað á Akureyri.
Plokkað á Ak­ur­eyri. mbl.is/Þ​or­geir
Plokkað á Ísafjarðarhöfn.
Plokkað á Ísa­fjarðar­höfn. mbl.is/​Hall­dór Svein­björns­son
Plokkað á Akureyri.
Plokkað á Ak­ur­eyri. mbl.is/Þ​or­geir
Plokkað á Ísafirði.
Plokkað á Ísaf­irði. mbl.is/​Hall­dór Svein­björns­son
Plokk á Ísafirði.
Plokk á Ísaf­irði. mbl.is/​Hall­dór Svein­björns­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert