Sorpa og Bambahús fengu Kuðunginn

Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitti Sorpu umhverfisviðurkenninguna …
Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitti Sorpu umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir störf sín 2023. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, veitti fyr­ir­tækj­un­um Sorpu og Bambahús­um Kuðung­inn, sem er um­hverfis­viður­kenn­ing ráðuneyt­is­ins, fyr­ir framúrsk­ar­andi starf að um­hverf­is­mál­um á ár­inu 2023.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráði Íslands.

Einnig hlaut Lög­regla Vest­ur­lands hvatn­ingaviður­kenn­ingu fyr­ir fram­sýnn og eft­ir­tekt­ar­verðan sam­drátt í los­un og voru nem­end­ur í Árbæj­ar­skóla út­nefndi Varðliðar um­hverf­is­ins. 

Sorpa og Bambahús til fyr­ir­mynd­ar

Átak Sorpu í inn­leiðingu sam­ræmds flokk­un­ar­kerf­is, sam­starf Sorpu og al­menn­ings í flokk­un líf­ræns úr­gangs og störf á sviðum end­ur­vinnslu og end­ur­nýt­ing­ar hluta eru ástæða viður­kenn­ing­ar­inn­ar í rök­stuðningi dóm­nefnd­ar. Vinna Sorpu árið 2023 er sögð hafa skilað gríðarleg­um um­hverf­isávinn­ingi fyr­ir Ísland.

Það er ánægju­legt að upp­lifa þá miklu vit­und­ar­vakn­ingu sem orðið hef­ur á und­an­förn­um árum í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um. Hringrás­ar­hag­kerfið, sem Kuðungsviður­kenn­ing­ar­haf­ar dags­ins, sinna svo sann­ar­lega af krafti, er mik­il­væg­ur liður í að Ísland nái mark­miðum sín­um um kol­efn­is­hlut­leysi,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór.

Bambahús starfar við end­ur­nýt­inga hrá­efna sem ann­ars yrði fargað. Bambahús hef­ur í sam­starfi við önn­ur fyr­ir­tæki, fært leik- og grunn­skól­um víða um land fjöl­nota yl­hús að gjöf, sem nýt­ast bæði til kennslu og rækt­un­ar mat­væla. Dóm­nefnd tel­ur Bambahús hafa sýnt mikla sam­fé­lags­ábyrgð með að rækta framtíðina og er ávöxt­ur­inn af starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins mik­ill.

Bambahús hlau Kuðunginn í flokki smærri fyrirækja.
Bambahús hlau Kuðung­inn í flokki smærri fyr­ir­ækja. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Fyrsta raf­bíla­vætta lög­reglu­embætti í Evr­ópu

Lög­regla Vest­ur­lands fékk sér­stök hvatn­ing­ar­verðlaun Kuðungs­ins fyr­ir að raf­væða bíla­flot­ann og ná full­um orku­skipt­um. Lög­regla Vest­ur­lands er fyrsta lög­reglu­embætti í Evr­ópu til að ná því mark­miði og hef­ur fengið verskuldaða at­hygli inn­an­lands sem og víða um heim­inn. 

„Orku­skipt­in skipta þar ekki síður miklu máli í þess­um efn­um og því er ánægju­legt að upp­lifa metnað lög­regl­unn­ar í þeim efn­um, því eins og lög­reglu­stjór­inn benti sjálf­ur á; ef lög­regl­an á Vest­ur­landi get­ur raf­vætt sig, þá geta það all­ir,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór. 

Lögreglan á Vesturlandi fékk sérstök hvatningarverðlaun Kuðungsins.
Lög­regl­an á Vest­ur­landi fékk sér­stök hvatn­ing­ar­verðlaun Kuðungs­ins. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Varðliðar um­hverf­is­ins

Síðan voru nem­end­ur í 10. bekk í Árbæj­ar­skóla út­hlutaðir Varðliðar um­hverf­is­ins fyr­ir um­hverf­is­verk­efni um sjálf­bæra þróun. Nefnd­in tel­ur auk­inn skiln­ing­ur ungs fólks á viðfangs­efn­um sjálf­bærr­ar þró­un­ar sé und­ir­staða og fyrsta skref í já­kvæðum breyt­ing­um í um­hverf­is­mál­um.

„Það er ekki síður gleðiefni að verða vitni að þeirri grósku sem á sér stað í um­hverf­is­starfi skóla og hvernig unga fólkið vek­ur okk­ur til um­hugs­un­ar um um­hverf­is­mál­in,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son að lok­um.

Guðlaugur Þór Þórðarsson ásamt fulltrúum 10. bekkja Árbæjarskóla sem eru …
Guðlaug­ur Þór Þórðars­son ásamt full­trú­um 10. bekkja Árbæj­ar­skóla sem eru Varðliðar um­hverf­is­ins 2024. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert