80 Íslendingar í hjólreiðakeppni á Spáni

Ljósmynd/Hörður Ragnarsson

Hátt í 80 Íslend­ing­ar eru stadd­ir á Spáni þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegu mal­ar­hjóla­keppn­inni Traka. Keppn­in skipt­ist upp í þrjá keppn­is­daga og er lengsti keppn­is­dag­ur­inn í dag, eða 344 kíló­metr­ar.

Í dag keppa sam­tals 15 Íslend­ing­ar, en þar af eru fjór­ir þeirra að kepp­ast um efstu sæti sinna flokka.

Ingvar Ómars­son leiðir hóp Íslend­inga eins og er, og sit­ur 9. sæti þegar þetta er skrifað. Ingvar er aðeins 5 mín­út­um frá fremsta hóp. Þar á eft­ir kem­ur Haf­steinn Geirs­son í 20. sæti.

Ljós­mynd/​Hörður Ragn­ars­son

Hörður Ragn­ars­son ljós­mynd­ari og hjól­reiðamaður er stadd­ur úti með Íslend­ing­un­um.

- Hvernig er Íslend­ing­un­um að ganga?

„Aðstæður eru aðeins meira krefj­andi, það er búið að vera mik­il rign­ing og allt er ennþá mjög blautt. Það eru all­ir mjög skít­ug­ir eins og sést á mynd­um.“

Á morg­un fer fram keppni í 200 kílómetr­um og þar eru 50 Íslend­ing­ar skráðir til leiks. Á sunnu­dag er keppt í 100 kíló­metr­um og eru þar 15 Íslend­ing­ar skráðir í keppni. 

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um keppn­ina má finna hér 

Ljós­mynd/​Hörður Ragn­ars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert