Páll áfrýjar meiðyrðamáli Aðalsteins

Páll Vilhjálmsson og Aðalsteinn Kjartansson. Ummæli Páls um Aðalstein í …
Páll Vilhjálmsson og Aðalsteinn Kjartansson. Ummæli Páls um Aðalstein í átta mismunandi greinum voru dæmd ómerk í héraði. Páll hefur áfrýjað málinu. Samsett mynd

Páll Vil­hjálms­son hef­ur áfrýjað meiðyrðamáli sem blaðamaður­inn Aðal­steinn Kjart­ans­son höfðaði gegn hon­um og hafði bet­ur í fyr­ir héraðsdómi. Þetta staðfest­ir Sig­urður G. Guðjóns­son, lögmaður Páls, en málið er komið á áfrýj­un­ar­skrá Lands­rétt­ar.

Þetta er annað meiðyrðamálið sem er í gangi á hend­ur Páli, en hann hafði áður áfrýjað niður­stöðu máls sem blaðamenn­irn­ir Þórður Snær Júlí­us­son og Arn­ar Þór Ing­ólfs­son höfðuðu gegn hon­um, en bæði mál snú­ast um skrif Páls um þre­menn­ing­ana og vinnu­bragða þeirra í tengsl­um við mál Páls Stein­gríms­son­ar skip­stjóra.

Niður­stöðu úr máli Þórðar og Arn­ars er að vænta hjá Lands­rétti á næstu dög­um að sögn Sig­urðar.

Hélt fram að efni hafi verið aflað með glæp­um

Málið snýst um frétt og gagna­öfl­un í máli Páls skip­stjóra. Páll Vil­hjálms­son hélt því fram að efni frétt­ar­inn­ar hefði verið aflað með glæp­um, byrlun og gagnastuldi, að síma skip­stjór­ans hefði verið stolið og hann af­ritaður hjá RUV í Efsta­leiti, sem síðan hafi lekið upp­lýs­ing­um til annarra fjöl­miðla. Páll tapaði báðum mál­un­um í héraðsdómi. 

Sigurður G. Guðjónsson hrl. er lögmaður Páls Vilhjálmssonar.
Sig­urður G. Guðjóns­son hrl. er lögmaður Páls Vil­hjálms­son­ar. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Mögu­leiki að leggja fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu

Sig­urður, lögmaður Páls, seg­ir að þessi um­mæli sem kraf­ist er ómerk­ing­ar á séu sett fram og varði mik­il­væga þjóðfé­lags­lega umræðu sem eru starfs­hætt­ir blaðamanna. Hann opn­ar á þann mögu­leika að taka málið lengra áfram tap­ist það einnig fyr­ir Lands­rétti.

„Verði niðurstaðan sú sama í héraðsdómi og Hæstirétt­ur taki þetta ekki fyr­ir þá á Páll Vil­hjálms­son þann mögu­leika að leggja þetta fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Dóm­stóll­inn hef­ur verið mjög stíf­ur á því að ekki megi hefta tján­ing­ar­frelsið nema brýn sam­fé­lags­leg nauðsyn kalli á það. Þú verður að geta sýnt fram á þá brýnu sam­fé­lags­legu nauðsyn á því að hefta tján­ing­ar­frelsi,“ seg­ir Sig­urður.

Upp­fært 8. maí kl. 10:20

Upp­haf­lega í frétt­inni kom fram að málið yrði lagt fyr­ir Evr­ópu­dóm­stól­inn en hið rétta er að málið yrði lagt fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Þá kom fram að vænta mætti niður­stöðu úr meiðyrðamál­inu í dag, en það verður lík­lega ekki fyrr en á næstu dög­um. Leiðrétt­ist þetta hér með. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert