Alvarlegt ofbeldisbrot til rannsóknar

Rannsókn málsins er í fullum gangi.
Rannsókn málsins er í fullum gangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á Suður­landi hef­ur til rann­sókn­ar al­var­legt of­beld­is­brot sem átti sér stað í upp­sveit­um Árnes­sýslu í lok apríl.

Þrír karl­menn og ein kona hafa sætt gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins. All­ir hinna grunuðu eru Íslend­ing­ar.

Lög­regl­an grein­ir frá þessu á Face­book-síðu sinni.

Varðhald fram­lengt til 24. maí

Lög­regl­an grein­ir frá því að brotið varði meinta frels­is­svipt­ingu, lík­ams­árás og fjár­kúg­un í heima­húsi í Reyk­holti.

„Lög­regl­an á Suður­landi er með til rann­sókn­ar meinta frels­is­svipt­ingu, lík­ams­árás og fjár­kúg­un í heima­húsi í Reyk­holti. Þrír karl­menn og ein kona hafa sætt gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins. Gæslu­v­arðhaldið var nú síðastliðinn föstu­dag fram­lengt til 24. maí næst­kom­andi og er á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna. Málið kom upp í lok apríl og er sá er mis­gjört var við er­lend­ur rík­is­borg­ari sem hef­ur verið hér á landi í lang­an tíma. All­ir grunaðir í mál­inu eru Íslend­ing­ar,“ seg­ir í færslu lög­regl­unn­ar.

Lög­regl­an á Suður­landi nýt­ur aðstoðar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra og embætt­is héraðssak­sókn­ara. Þá kem­ur fram að rann­sókn máls­ins sé enn í full­um gangi og muni lög­regla því ekki veita frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert