Baldur: Það má ekki gelda embættið

Baldur Þórhallsson segir að mikilvægt að forsetinn þori að ræða um öryggis- og varnarmál. Hann segir að Katrín Jakobsdóttir geti sjálf svarað fyrir sig varðandi afstöðu hennar til Atlantshafsbandalagsins.

Þetta kom fram á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is með Baldri Þórhallssyni á Hótel Selfossi í gærkvöldi.

„Að sjálf­sögðu fylg­ir for­seti ut­an­rík­is­stefnu sitj­andi rík­is­stjórn­ar – á að gera það – og for­set­ar hafa gert það. Eigi að síður finnst mér mik­il­vægt að hafa for­seta sem tal­ar um mik­il­vægi þess að við gæt­um að ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Við gæt­um að al­manna­vörn­um í land­inu,“ sagði Baldur og bætti við:

Ef for­set­inn má ekki tala um mik­il­vægi al­manna­varna, þá hvað? Við meg­um ekki gelda svo embættið að það geti ekki ávarpað nokk­urn hlut. Ég held að við vilj­um ekki for­seta sem tal­ar bara um að grasið sé grænt og him­inn­inn blár,“ sagði Bald­ur.

Vel sóttur fundur

Hátt í 200 manns sóttu fundinn og voru ýmis mál sem báru á góma. Má þar nefna Icesave, samkynhneigð hans og varnarmál.

Forsetafundir Morgunblaðsins og mbl.is halda áfram göngu sinni en á mánudaginn í næstu viku verður Katrín Jakobsdóttir á forsetafundi á Akureyri.

Horfðu á forsetafundinn í heild sinni: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert