Fjórir sæta enn gæsluvarðhaldi

Ofbeldisbrotið átti sér stað í heimahúsi í Reykholti.
Ofbeldisbrotið átti sér stað í heimahúsi í Reykholti. mbl.is/Sigurður Bogi

Þrír karl­menn og ein kona sæta enn gæslu­v­arðhaldi í tengsl­um við al­var­legt of­beld­is­brot sem átti sér stað í heima­húsi í Reyk­holti í lok apríl. 

Þetta staðfest­ir Jón Gunn­ar Þór­halls­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, í sam­tali við mbl.is.

Jón Gunn­ar kveðst ekki geta gefið frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið en áður hef­ur verið greint frá því að brotaþol­inn sé frá Möltu. 

Um er að ræða brot er varða meinta frels­is­svipt­ingu, lík­ams­árás og fjár­kúg­un í heima­húsi í Reyk­holti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert