Vill sjá hleypt inn í bæinn sem fyrst

Þormar Ómarsson, annar eigandi Papa's Pizza.
Þormar Ómarsson, annar eigandi Papa's Pizza. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorm­ar Ómars­son, ann­ar eig­enda Pap­a's Pizza í Grinda­vík, vill sjá að fólki sé hleypt inn í bæ­inn aft­ur sem fyrst. Það sé eina leiðin til að starf­sem­in í bæn­um geti orðið eðli­leg og þjón­ustu­fyr­ir­tæk­in lifni við á ný.

„Það er ágætt að gera í há­deg­inu og á kvöld­in, en okk­ur vant­ar túrist­ana yfir dag­inn,“ seg­ir Þorm­ar í sam­tali við mbl.is.

Pap­a's Pizza var opnuð aft­ur 1. maí og seg­ir Þorm­ar starf­sem­ina hafa gengið vel, en það vanti alla ferðamenn­ina í bæ­inn. Hann tel­ur þá lyk­il­atriði fyr­ir upp­bygg­ingu Grinda­vík­ur.

Gestir á Papa's Pizza snæða í sólinni í gær.
Gest­ir á Pap­a's Pizza snæða í sól­inni í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Trú­ir því að fólk muni búa í Grinda­vík 

Þorm­ar er Grind­vík­ing­ur og er bú­sett­ur í bæn­um vegna rekst­urs­ins, en fjöl­skylda hans er í Reykja­vík.

Hann kveðst ekki viss um að fjöl­skyld­an muni snúa aft­ur til Grinda­vík­ur, það verður að koma í ljós með haust­inu.

„Við eig­um syni hérna sem eiga íbúðir, og við erum búin að leigja þær all­ar út. Það eru bara út­lend­ing­ar sem vinna í Kefla­vík og Matorku og þeir kippa sér ekk­ert upp við þetta. Ég er al­veg bjart­sýnn á að það verði fólk hérna, það verður bara ekki sama fólkið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert