Kári segir Helgu fara með rangt mál

Katrín Jakobsdóttir, Kári Stefánsson og Helga Þórisdóttir.
Katrín Jakobsdóttir, Kári Stefánsson og Helga Þórisdóttir. Samsett mynd

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar (ÍE), seg­ir það ekki rétt að hann hefði hótað að fara í mál við Per­sónu­vernd í heims­far­aldr­in­um og að Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra og for­setafram­bjóðandi, hefði stutt hann í því líkt og Helga Þóris­dótt­ir for­setafram­bjóðandi hélt fram. 

Kári sendi mbl.is yf­ir­lýs­ingu í kjöl­far viðtals við Helgu, sem er í leyfi frá störf­um sem for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, á Rúv á föstu­dags­kvöld. 

Í viðtal­inu sagði Helga að Per­sónu­vernd fari eft­ir lög­um og stund­um verið atyrt af ráðherr­um fyr­ir það. Í því sam­bandi nefndi hún að það hefði verið al­var­legt hvernig Katrín, mót­fram­bjóðandi henn­ar, ákvað að styðja frek­ar ÍE held­ur en Per­sónu­vernd í heims­far­aldr­in­um. 

„Það var líka ákveðið áfall fyr­ir okk­ur hjá Per­sónu­vernd þegar við lent­um í því að þáver­andi for­sæt­is­ráðherra ákvað að stíga fram og styðja frek­ar einka­fyr­ir­tæki, sem hafði hótað okk­ur máls­höfðun, held­ur en Per­sónu­vernd, sem hef­ur það eina starf að fara að lög­um. Og það gerðist í Covid-far­aldr­in­um,“ sagði Helga í viðtal­inu og bætti við að hún hefði ekki átt í bein­um orðaskipt­um við þáver­andi for­sæt­is­ráðherra. 

„Það var for­stjóri sterks fyr­ir­tæk­is sem birti sam­skipti sín við for­sæt­is­ráðherra, þar sem hún tjáði skoðun sína á fram­ferði Per­sónu­vernd­ar án þess að hafa nokk­urn tím­ann talað við okk­ur um af­stöðu okk­ar í mál­inu. Og það er dá­lítið al­var­legt vegna þess að við erum al­gjör­lega sjálf­stæð stofn­un og eig­um bara að fara að lög­um.“

Aðspurð sagðist hún hafa átt í sam­skipt­um við Kára vegna máls­ins. „Þau hafa verið meira í átaka­bún­ingi af hans hálfu, eig­in­lega alla tíð. Og löngu áður en ég kom til starfa hjá Per­sónu­vernd,“ sagði Helga. 

Í umboði sótt­varna­lækn­is 

Í yf­ir­lýs­ingu Kára er málið rakið frá hans sjón­ar­horni. 

Þar seg­ir að sam­kvæmt sótt­varna­lög­um sé það hlut­verk sótt­varna­lækn­is, sem var þá Þórólf­ur Guðna­son, að skipu­leggja og fram­kvæma, varn­ir gegn Covid-19 „og veittu lög­in hon­um víðtæk­ar heim­ild­ir til þess“.

Hann leitaði til ÍE vegna marg­vís­legr­ar aðstoðar, svo sem að greina sjúk­dóm­inn, raðgreina veiruna úr öll­um sem greind­ust, hanna hug­búnað til að halda utan um gögn sem urðu til, greina gögn­in og sækja í þau nýja þekk­ingu sem mætti nýta í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn.

„Allt þetta gerði Íslensk erfðagrein­ing í umboði sótt­varn­ar­lækn­is og að hans beiðni en á eig­in kostnað. Fyr­ir­tækið var um lang­an tíma allt lagt und­ir þjón­ustu við sótt­varn­ir.“

Katrín studdi sótt­varna­lækni 

Þá seg­ir að er langt var liðið á far­ald­ur­inn hafi Per­sónu­vernd ákv­arðað að ÍE hefði í vinnu sinni fyr­ir sótt­varna­lækni brotið Per­sónu­vernd­ar­lög, „vegna þess að hún hefði í raun réttri verið að stunda vís­inda­rann­sókn en þóst vera að sinna sótt­vörn­um og hafði þar að engu orð sótt­varn­ar­lækn­is, eins og það hefði ekki mátt bú­ast við því að hann vissi sjálf­ur um hvað hann hefði beðið“.

Kári seg­ir að Katrín hafi stutt sótt­varna­lækni í mál­inu, ekki ÍE sem var ein­göngu að vinna í umboði sótt­varna­lækn­is. 

„Að öll­um lík­ind­um gerði hún það vegna þess að hún gerði sér grein fyr­ir því að án þeirr­ar aðstoðar sem Per­sónu­vernd ákv­arðaði að væri ólög­leg hefði verið ógjörn­ing­ur að sinna sótt­vörn­um á þeim tíma sem far­ald­ur­inn var í há­marki.“

Fór með málið fyr­ir dóm 

Kári seg­ir að Katrín hafi tekið af­stöðu með hags­mun­um al­menn­ings, „sem var í hættu á þess­um tíma en ekki vafa­samri ákvörðun Per­sónu­vernd­ar“.

„Helga sagði í fyrr­nefnd­um þætti [viðtal­inu á Rúv] að ég, Kári Stef­áns­son, hefði hótað því að fara í mál við Per­sónu­vernd og gaf í skyn að Katrín hefð stutt mig í því. Hvort tveggja er rangt, ég hótaði því ekki að fara í mál við Per­sónu­vernd, ég sagðist ætla að fara í mál til þess að fá hnekkt þess­ari einu ákvörðun Per­sónu­vernd­ar sem ég og gerði og það mál vann ég í Héraði. Á það minnt­ist Helga hins veg­ar ekki í viðtal­inu.“ 

Þess má geta að Kári hef­ur lýst op­in­ber­lega yfir stuðningi við for­setafram­boð Katrín­ar. 

Yf­ir­lýs­ing­una má sjá í heild sinni hér að neðan:

Helga Þóris­dótt­ir for­stjóri Per­sónu­vernd­ar og for­setafram­bjóðandi lét hafa það eft­ir sér í viðtalsþætti í Rík­is­út­varp­inu að Katrín Jak­obs­dótt­ir þáver­andi for­sæt­is­ráðherra hefði sýnt af sér ábyrgðarleysi þegar hún „tók af­stöðu með einka­fyr­ir­tæki og gegn Per­sónu­vernd“ í deil­um um þátt­töku ís­lenskr­ar erfðagrein­ing­ar í vörn­um gegn Covid 19. 

Nú skul­um við skoða efni màls­ins sem Helga var að barma sér yfir: Sam­kvæmt sótt­varn­ar­lög­um var það hlut­verk sótt­van­ar­lækn­is að að skipu­leggja og fram­kvæma, varn­ir gegn Covid 19 og veittu lög­in hon­um víðtæk­ar heim­ild­ir til þess. Hann leitaði til ís­lenskr­ar erfðagrein­ing­ar um marg­vís­lega aðstoð, eins og að greina sjúk­dóm­inn, raðgreina veiruna úr öll­um sem greind­ust, hanna hug­búnað til  að halda utan um gögn sem urðu til, greina gögn­in og sækja í þau nýja þekk­ingu sem mætti nýta í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn. Allt þetta gerði Íslensk erfðagrein­ing í umboði sótt­varn­ar­lækn­is og að hans beiðni en á eig­in kostnað. Fyr­ir­tækið var um lang­an tíma allt lagt und­ir þjón­ustu við sótt­varn­ir. 

Þegar langt var liðið á far­ald­ur­inn ákv­arðaði Per­sónu­vernd hins veg­ar að Íslensk erfðagrein­ing hefði í vinnu sinni fyr­ir sótt­varn­ar­lækni brotið Per­sónu­vernd­ar­lög­in vegna þess að hún hefði í raun réttri verið að stunda vís­inda­rann­sókn en þóst vera að sinna sótt­vörn­um og hafði þar að engu orð sótt­varn­ar­lækn­is, eins og það hefði ekki mátt bú­ast við því að hann vissi sjálf­ur um hvað hann hefði beðið. Katrín Jak­obs­dótt­ir studdi sótt­varn­ar­lækni í þessu máli en ekki Íslenska erfðagrein­ingu sem var ein­göngu að vinna í hans umboði. Að öll­um lík­ind­um gerði hún það vegna þess að hún gerði sér grein fyr­ir því að án þeirr­ar aðstoðar sem Per­sónu­vernd ákv­arðaði að væri ólög­leg hefði verið ógjörn­ing­ur að sinna sótt­vörn­um á þeim tíma sem far­ald­ur­inn var í há­marki. Katrín tók af­stöðu með hags­mun­um fólks­ins í land­inu sem var í hættu á þess­um tíma en ekki vafa­samri ákvörðun Per­sónu­vernd­ar. Helga sagði í fyrr­nefnd­um þætti að ég, Kári Stef­áns­son, hefði hótað því að fara í mál við Per­sónu­vernd og gaf í skyn að Katrín hefð stutt mig í því. Hvort tveggja er rangt, ég hótaði því ekki að fara í mál við Per­sónu­vernd, ég sagðist ætla að fara í mál til þess að fá hnekkt þess­ari einu ákvörðun Per­sónu­vernd­ar sem ég og gerði og það mál vann ég í Héraði. Á það minnt­ist Helga hins veg­ar ekki í viðtal­inu. Ákvörðun Per­sónu­vernd­ar er ekki leng­ur gild enda var öll þessi vinna Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar unn­in í sam­ræmi við sótt­varn­ar­lög og til þess að hlúa að hags­mun­um sam­fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert