Halla Tómasdóttir mætir galvösk til Reykjanesbæjar

Suðurnesjamenn eru hvattir til að mæta á forsetafund mbl.is og …
Suðurnesjamenn eru hvattir til að mæta á forsetafund mbl.is og Morgunblaðsins í Reykjanesbæ á morgun. Samsett mynd

Síðasti for­seta­fund­ur Morg­un­blaðsins og mbl.is í hring­ferðinni verður hald­inn með Höllu Tóm­as­dótt­ur fimmtu­dag­inn 23. maí í Reykja­nes­bæ.

Fund­ur­inn verður hald­inn klukk­an 19.30 á Park Inn by Radis­son og eru all­ir vel­komn­ir á meðan hús­rúm leyf­ir.

Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son munu spyrja Höllu spurn­inga um for­seta­embættið og svo verður opnað fyr­ir spurn­ing­ar úr sal frá fund­ar­gest­um.

Verið á flugi í skoðana­könn­un­um

Í upp­hafi fund­ar verða fengn­ir tveir álits­gjaf­ar til að rýna í stöðuna á for­seta­kosn­ing­un­um og spá í spil­in, en inn­an við tvær vik­ur eru núna þar til lands­menn ganga til kosn­inga.

Halla hef­ur verið á flugi í skoðana­könn­un­um að und­an­förnu og mun­ar núna inn­an við 6 pró­sentu­stig­um á henni og Katrínu Jak­obs­dótt­ur, sem er með mesta fylgið, í nýj­ustu skoðana­könn­un Pró­sents.

Fylgi fimm efstu frambjóðenda nú og hreyfing fylgisins undanfarnar vikur.
Fylgi fimm efstu fram­bjóðenda nú og hreyf­ing fylgis­ins und­an­farn­ar vik­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert