Hægir á verðhækkunum á matvöru

Hægir á verðhækkunum á matvöru.
Hægir á verðhækkunum á matvöru. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verðbólga í mat­vöru­versl­un­um fer lækk­andi það sem af er ári sam­kvæmt verðlags­eft­ir­liti ASÍ. Á milli mánaða hef­ur verðlag mat­vöru­versl­ana hækkað um 0,12 pró­sent sem jafn­gild­ir 1,4 pró­sent hækk­un á árs­grund­velli.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ASÍ.

Verðlag lækk­ar í fjór­um versl­un­um en hækk­ar í sex. Verðlag í versl­un­um Ice­land, Kram­búðinni, Kjör­búðinni og Fjarðar­kaup­um stóð í stað eða lækkaði á milli mánaða. Þá hækkaði verðlag í Heim­kaup­um mest á milli mánaða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert