Keflvíkingur: „Alltaf álitinn sem einhver trúður“

Blaðamaður ræddi við nokkra Suðurnesjamenn um komandi kosningar.
Blaðamaður ræddi við nokkra Suðurnesjamenn um komandi kosningar. Samsett mynd/mbl.is/Hermann

Morg­un­blaðið og mbl.is standa fyr­ir for­seta­fundi í kvöld klukk­an 19.30 með Höllu Tóm­as­dótt­ur á Park Inn by Radis­son. Af því til­efni ræddi blaðamaður við nokkra Suður­nesja­menn um kom­andi for­seta­kosn­ing­ar sem verða haldn­ar 1. júní.

Vil­borg Ein­ars­dótt­ir var í blóma­búðinni sinni er blaðmaður mbl.is náði af henni tali. Hún er ekki al­veg búin að ákveða sig en tel­ur lík­legt að Halla Tóm­as­dótt­ir fái henn­ar at­kvæði.

„Hún kem­ur rosa­lega vel fyr­ir, hún er með góða út­geisl­un og mér finnst margt spunnið í þessa konu,“ seg­ir Vil­borg um hana Höllu.

Vilborg Einarsdóttir.
Vil­borg Ein­ars­dótt­ir. mbl.is/​Her­mann

Mun kjósa Jón Gn­arr

Kefl­vík­ing­ur­inn Guðni Ívar Guðmunds­son er bú­inn að ákveða sig og mun hann kjósa Jón Gn­arr. Hann seg­ir að aðrir fram­bjóðend­ur hafi ekki náð að höfða til hans eins og Jón og er staðráðinn í að kjósa hann.

„Hann er lang ein­læg­ast­ur af fram­bjóðend­un­um og mér finnst geggjuð lín­an hjá hon­um þar sem hann tal­ar um of­fram­boð af leiðind­um. Ég held að hann geti al­veg verið sá sem get­ur snúið því við. Ég held að hann sé svo­lítið van­met­in, alltaf álit­inn sem ein­hver trúður, en hann á miklu meira inni,“ seg­ir Guðni í sam­tali við mbl.is.

Guðní Ívar Guðmundsson.
Guðní Ívar Guðmunds­son. mbl.is/​Her­mann

Voru að ræða mál­in yfir kaffil­bolla

Kjart­an Stein­ars­son og Jón Guðlaugs­son voru að ræða mál­in yfir kaffi­bolla á bíla­söl­unni K. Stein­ars­son er blaðamann bar að garði. Kjart­an kveðst ætla að kjósa Höllu Hrund Loga­dótt­ur.

„Mér finnst þetta efni­leg ung mann­eskja, vel menntuð og ég sé framtíð í henni,“ seg­ir Kjart­an.

Hann tel­ur að mennt­un henn­ar sem og reynsla henn­ar er­lend­is séu góðir kost­ir fyr­ir for­seta­embættið.

„Og ég tel það líka vera góðan kost að hún er ekki í póli­tík,“ seg­ir Kjart­an.

Kjartan Steinarsson og Jón Guðlaugsson.
Kjart­an Stein­ars­son og Jón Guðlaugs­son. mbl.is/​Her­mann

Jón Guðlaugs­son er ekki bú­inn að ákveða hvað hann ætl­ar að kjósa en hann seg­ir valið þó standa á milli tveggja fram­bjóðenda.

„Það er Katrín [Jak­obs­dótt­ir] og Halla Tóm­as­dótt­ir,“ seg­ir Jón.

Hon­um finnst fyrst og fremst skpta máli að for­seti sé heiðarleg­ur og sam­kvæm­ur sjálf­um sér.

Hvenær held­urðu að þú mun­ir ákveða þig?

„Það er ómögu­legt að segja, ég er al­veg beggja blands. Það get­ur hvor sem er orðið fyr­ir val­inu. Mér líst vel á þær báðar, báðar mjög fram­bæri­leg­ar og frá­bær­ar mann­eskj­ur, ásamt fleir­um sem eru í fram­boði. Það er ekki spurn­ing um það, en ég kem til með að kjósa aðra hvora,“ seg­ir Jón.

Ákveður sig í kosn­inga­vik­unni

Dal­rós Jó­hanns­dótt­ir seg­ist vera óákveðin en valið stend­ur á milli tveggja fram­bjóðenda. Hún vill ekki greina frá því hverj­ir það eru en hún seg­ist vilja for­seta sem sé rétt­sýnn, for­seti allra í land­inu og sem geti verið góð fyr­ir­mynd.

„Það er svona að mynd­ast smám sam­an ákvörðun eft­ir þess­ar kapp­ræður,“ seg­ir hún aðspurð og bæt­ir því við að hún muni ákveða sig í kosn­inga­vik­unni.

Dalrós Jóhannsdóttir.
Dal­rós Jó­hanns­dótt­ir. mbl.is/​Her­mann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert