Skoðað að hirða úrganginn örar

Að störfum við sorphirðu.
Að störfum við sorphirðu. mbl.is/Hákon

Til skoðunar er hjá Reykja­vík­ur­borg að hirða papp­ír og plast frá heim­il­um fólks örar en verið hef­ur og slík­ur úr­gang­ur þannig hirt­ur aðra hverja viku, en hann er nú hirt­ur þriðju hverja viku. Þetta seg­ir Guðmund­ur B. Friðriks­son, skri­stofu­stjóri skrif­stofu um­hverf­is­gæða hjá Reykja­vík­ur­borg, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Borg­ar­bú­ar hafa marg­ir hverj­ir kvartað yfir því að þetta sorp sé hirt of sjald­an og því fyll­ist tunn­ur ört. Þá hafi gám­um fyr­ir papp­ír og plast verið fækkað á grennd­ar­stöðvum, þar sem ruslið hef­ur síðan stafl­ast upp.

„Ég hef nefnt það við um­hverf­is- og skipu­lags­ráð að þegar búið væri að inn­leiða nýja flokk­un­ar- og hirðukerfið og við sjá­um hvernig það reyn­ist verði skoðað hvort farið yrði í tveggja vikna hirðutíðni í stað þriggja,“ seg­ir Guðmund­ur.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert