Telur að Halla Tómasdóttir sigri í kosningunum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Ingvar Eyfjörð, fram­kvæmda­stjóri Aðal­torgs ehf., og Guðný Birna Guðmunds­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Reykja­nes­bæj­ar, voru álits­gjaf­ar á for­seta­fundi Morg­un­blaðsins og mbl.is með Höllu Tóm­as­dótt­ur í gær­kvöldi í Reykja­nes­bæ.

    Ingvar Eyfjörð sagði að hann teldi að bar­átt­an væri á milli Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og Höllu Tóm­as­dótt­ur.

    „Ég held að það liggi í því að þarna erum við með gríðarlega hæfa ein­stak­linga með mikla reynslu. Þær eru ólík­ar og spegl­un­in kem­ur þar fram,“ sagði Ingvar.

    „Ertu með út­göngu­spá?“ spurði Stefán Ein­ar Stef­áns­son.

    „Já, ég held að Halla Tóm­as­dótt­ir vinni,“ svaraði Ingvar og klöppuðu þá stuðnings­menn Höllu, sem fjöl­menntu á fund­inn.

    Ingvar og Guðný voru álitsgjafar á forsetafundinum.
    Ingvar og Guðný voru álits­gjaf­ar á for­seta­fund­in­um. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

    Katrín og nöfn­urn­ar verði í efstu sæt­un­um

    Guðný Birna sagði aðspurð að hún teldi að Katrín Jak­obs­dótt­ir, Halla Tóm­as­dótt­ir og Halla Hrund Loga­dótt­ir myndu enda í efstu þrem­ur sæt­un­um.

    „Hver það verður, ég gæti illa giskað á það miðað við skoðanakann­an­ir síðustu daga en ég er gríðarleg spennt fyr­ir því að fylgj­ast með því,“ sagði Guðný Birna.

    Ingvar og Guðný svöruðu ýms­um spurn­ing­um um kosn­ing­arn­ar frá Stefáni …
    Ingvar og Guðný svöruðu ýms­um spurn­ing­um um kosn­ing­arn­ar frá Stefáni Ein­ari Stef­áns­syni og Andrési Magnús­syni. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

    Halla hef­ur verið á flugi í skoðana­könn­un­um að und­an­förnu og mun­ar núna inn­an við sex pró­sentu­stig­um á henni og Katrínu Jak­obs­dótt­ur, sem er með mesta fylgið, í skoðana­könn­un Pró­sents sem kom út á mánu­dag. Í könn­un Maskínu sem kom út í gær var Halla Tóm­as­dótt­ir kom­in upp í 2. sæti.

    Horfðu á for­seta­fund­inn í heild sinni: 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert