„Betri staða ef húsið brynni“

Hraun rann yfir íbúðarhús í Grindavík í janúar.
Hraun rann yfir íbúðarhús í Grindavík í janúar. mbl.is/Árni Sæberg

Dag­mar Vals­dótt­ir, at­vinnu­rek­andi í Grinda­vík, seg­ir það hafa verið mik­il von­brigði þegar Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra til­kynnti að ríkið myndi ekki kaupa upp at­vinnu­hús­næði í bæn­um líkt og gert var með íbúðar­hús­næði. Eig­end­ur lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja í Grinda­vík kalla eft­ir fundi með rík­is­stjórn­inni um málið.

„Hvað haldið þið að það kosti ríkið að vera með okk­ur á styrkj­um eða bót­um í eitt, tvö eða þrjú ár? Gríðarlegu fé er varið í skýrsl­ur, nefnd­ir og varn­argarða á meðan við sitj­um hér föst með verðlaus­ar eign­ir,“ seg­ir Dag­mar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Dagmar Valsdóttir.
Dag­mar Vals­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Hún bend­ir á að fjár­magnið fari ekki úr landi. Eina leiðin sé að ríkið kaupi eign­irn­ar og gefi fólki þannig tæki­færi til að hefja at­vinnu­rekst­ur ann­ars staðar.

„Við erum föst með gisti­húsið okk­ar í fast­eign sem er að missa allt verðgildi. Það rík­ir al­ger óvissa um hversu lengi þetta ástand var­ir og eng­inn veit hversu lengi ríkið þarf að greiða stuðnings­bæt­ur. Það skyn­sam­leg­asta í stöðunni er að ríkið kaupi fast­eign­ir af litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um, gefi þeim tæki­færi til að standa á eig­in fót­um á nýj­um stað og hætta að þiggja bæt­ur,“ seg­ir Dag­mar.

Hún seg­ir því haldið fram að allt verði gert fyr­ir Grind­vík­inga en það sé ekki rétt.

„Ég myndi helst vilja fá fund með rík­is­stjórn­inni, svipað og var gert hér í janú­ar, þannig að þau mæti okk­ur og svari. Við erum í þeirri sorg­legu stöðu að það væri betra að húsið okk­ar brynni held­ur en að við sitj­um upp með verðlausa eign á ham­fara­svæði um ófyr­ir­sjá­an­leg­an tíma. Við þurf­um hjálp og stuðning allra Íslend­inga,“ seg­ir Dag­mar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert