Mæta með stolnar kerrur í Sorpu

mbl.is/KHJ

Sóðal­egt er um að lit­ast við end­ur­vinnslu­stöð Sorpu við Ánanaust í Reykja­vík. Má þar ósjald­an sjá mik­inn fjölda af inn­kaupa­kerr­um og vöru­vögn­um sem ein­stak­ling­ar hafa tekið ófrjálsri hendi frá nær­liggj­andi versl­un­um.

Íbúi í hverf­inu hafði ný­verið sam­band við Morg­un­blaðið og lýsti yfir óánægju sinni með ástandið. Sagði hann fólk dag­lega koma með kerr­urn­ar full­ar af dós­um í Sorpu og skilja þær svo eft­ir við út­gang­inn. Undr­ast hann jafn­framt af­skipta­leysi starfs­manna Sorpu og að ein­stak­ling­um sé leyft að ganga inn á end­ur­vinnslu­svæðið með kerr­ur sem aug­ljós­lega til­heyrðu þeim ekki.

Meðfylgj­andi mynd var tek­in sl. fimmtu­dag og voru þá tug­ir inn­kaupa­kerra við Sorpu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert