Kvikuhlaup hafið

Gígurinn sem síðast gaus úr stendur nú kulnaður. Brátt gæti …
Gígurinn sem síðast gaus úr stendur nú kulnaður. Brátt gæti þó dregið til tíðinda á ný. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Kvikuhlaup er hafið í jörðu niðri undir Sundhnúkagígaröðinni. Líklegt er að eldgos hefjist í kjölfarið.

Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur Veðurstofu í samtali við mbl.is.

Ákafrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart. Skjálftahrinan þykir kröftug en skjálftarnir eru í kringum 1 að stærð eða smærri og mælast á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells.

Hér verður áfram fylgst með gangi mála og öllum nýjustu tíðindum: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert