Landsbankinn búinn að ganga frá kaupum á TM

Landsbankinn hefur keypt allt hlutafé í TM.
Landsbankinn hefur keypt allt hlutafé í TM. mbl.is/sisi

Kvika banki og Landsbankinn rituðu í dag undir kaupsamning um kaup Landsbankans hf. á 100% hlutafjár TM trygginga hf. Kaupverðið er 28,6 milljarðar króna. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka og á vef Landsbankans

„Áreiðanleikakönnun er nú lokið og er kaupsamningurinn með hefðbundnum fyrirvörum, s.s. samþykki fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins.

Kaupverð samkvæmt kaupsamningi er 28,6 milljarðar króna og mun Landsbankinn hf. greiða fyrir hlutaféð með reiðufé. Kaupverðið miðast við efnahagsreikning TM í lok árs 2023. Endanlegt kaupverð verður aðlagað miðað við breytingar á efnislegu eigin fé TM frá upphafi árs 2024 til afhendingardags en fjárhæð breytingarinnar mun bætast við eða dragast frá kaupverðinu samkvæmt kaupsamningnum,“ segir í tilkynningu frá Kviku. 

Markmið um arðsemi náist 

„Kaup bankans á TM fela í sér mörg tækifæri og við hlökkum til að fá starfsfólk TM til liðs við þann öfluga hóp sem starfar í bankanum. Við viljum einfalda líf viðskiptavina með því að bjóða alla fjármálaþjónustu á einum stað og ég er sannfærð um að markmið bankans um arðsemi af kaupunum munu nást,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbans á vef bankans. 

Heimild til staðar

„Nú hefur farið fram áreiðanleikakönnun sem kaupsamningurinn byggir á. Bankaráð Landsbankans aflaði lögfræðiálits þar sem kemur fram niðurstaða um heimild þáverandi bankaráðs til að samþykkja gerð bindandi kauptilboðs þann 15. mars 2024. Það er ánægjulegt að komin sé niðurstaða um kaup Landsbankans á TM,“ er haft eftir Jóni Þ. Sigurgeirssyni, formanni bankaráðs í tilkynningu á vef bankans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka