„Ég bara hrein­lega sagt man það ekki“

Spursmál hafa verið leiðandi vettvangur í þjóðmálaumræðunni í aðdraganda forsetakosninga og hafa spurningar og svör manna þar á undanförnum vikum vakið þjóðarathygli. 

Viðtölin við forsetaframbjóðendur voru markviss og hvöss og úr þeim komu oft á tíðum athyglisverð augnablik sem fæstir hafa gleymt. 

Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Jón Gnarr, Halla Tómasdóttir og Arnar Þór Jónsson voru þeir forsetaframbjóðendur sem mættu í settið.

Í myndskeiðinu í spilaranum að ofan er hægt að sjá eftirminnilegustu atvikin á undanförnum vikum.

Mörg eftirminnileg atvik

Af eftirminnilegum svörum má nefna þegar Baldur Þórhallsson kvaðst hafa gleymt því hvað hann kaus í Icesave.

„Ég bara ein­fald­lega, í sann­leika sagt, bara hrein­lega man það ekki. Ég bara hrein­lega sagt man það ekki,“ sagði Baldur aðspurður. 

Þá vöktu svör Katrínar við spurningum um Landsdómsmálið og fóstureyðingar mikla athygli og ekki vakti það minni athygli þegar Halla Hrund mætti í Spursmál. Halla Hrund var minnt á það að hún hafi vissulega búið í einbýlishúsi og svaraði hún fyrir Argentínuferð sína og útgjöld Orkustofnunar.

Í myndskeiðinu í spilaranum að ofan er hægt að sjá eftirminnilegustu atvikin á undanförnum vikum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert