Halla segir þjóðina vanta umbreytingarleiðtoga

„Ég er þeirrar skoðunar að okkur vanti umbreytingarleiðtoga, ekki bara einn en að forseti geti farið fyrir því, og ég vil leggja áherslu á að við leiðum fólk saman,“ sagði Halla Tómasdóttir í forsetakappræðum Morgunblaðsins og mbl.is í gær.

Hún sagði að traust í samfélaginu væri með lægsta móti sem við höfum séð og því sé ekki hægt að vinna eins og áður hefur verið gert.

Óttast ekki að nota málskotsréttinn

Halla kveðst vilja vera forseti sem leiðir saman stjórnvöld, atvinnulíf, þriðja geirann, ólíkar kynslóðir og hópa samfélagsins, og gefa fólki aukinn þátt í að móta framtíðarsýnin landsins.

„Eins og þetta blasir við mér þá höfum við verið að tosa allt of mikið í sundur í stórum og mikilvægum málum. Og nú spyr þjóðin um málskotsréttinn vegna þess að traustið á Alþingi er lágt og ég óttast ekki að nýta hann,“ sagði Halla meðal annars.

Hún sagði samt ekki nóg að setja bara mál í atkvæðagreiðslu heldur þyrfti samtal að eiga sér í þjóðinni.

Horfðu á kappræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert