Spursmál: Baráttan um Bessastaði og eldsumbrot

Ármann Höskuldsson, Edda Hermannsdóttir, Andrés Jónsson og Sindri Sindrason eru …
Ármann Höskuldsson, Edda Hermannsdóttir, Andrés Jónsson og Sindri Sindrason eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd/mbl.is/Kristófer Liljar

Þau Edda Her­manns­dótt­ir markaðs- og sam­skipta­stjóri hjá Íslands­banka, Sindri Sindra­son fjöl­miðlamaður og Andrés Jóns­son al­manna­teng­ill ræddu stöðuna í baráttunni um Bessastaði í Spursmálum og sögðu að tveir frambjóðendur væru líklegri en aðrir til þess að bera sigur úr býtum.

Þar að auki mætti eld­fjalla­fræðing­ur­inn Ármann Hösk­ulds­son í settið og fór yfir ástandið á Reykjanesskaga, en þar hófst enn eitt eldgosið í vikunni.

Upp­töku af þætt­in­um má sjá í spil­ar­an­um hér að neðan:

Kafað ofan í kjöl kosninganna

Þættinum var að miklu leyti helgað for­seta­kosn­ing­um sem fram fara á morg­un, laug­ar­dag. Stefán Einar Stefánsson fór ofan í saum­ana á löng­um aðdrag­anda kosn­ing­anna með álitsgjöfunum og voru mál­in kruf­in.

Skoðanakannanir benda til þess að kosningarnar verði spennandi og tóku álitsgjafarnir undir það.

Elds­um­brot­in einnig til umræðu

Á miðvikudag hófst áttunda gosið á Reykjanesskaga á rúmum þremur árum og hraun umlykur nú Grindavíkurbæ. Stefán Einar ræddi við Ármann Höskuldsson um eldsumbrotin á Reykjanesskaga og framtíð Grindavíkur.

Ármann fór yfir stöðu Grindavíkur nefndi þann möguleika að hægt væri að reisa varnargarða innan núverandi varnargarða.

Fylgstu með upp­lýs­andi sam­fé­lagsum­ræðu í Spurs­mál­um alla föstu­daga hér á mbl.is klukk­an 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert