Fólk kýs líka taktískt gegn Höllu

Fólk kýs taktískt gegn bæði Höllu Tómasdóttur og Katrínu Jakobsdóttur.
Fólk kýs taktískt gegn bæði Höllu Tómasdóttur og Katrínu Jakobsdóttur. Samsett mynd

Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir mikið rætt um að kjósendur kjósi taktískt gegn Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, en að ekki mega gleyma að kjósendur gætu líka hafa kosið taktískt gegn Höllu Tómasdóttur. 

„Ég gæti ímyndað mér að þetta hafi verið mjög erfitt val fyrir marga í dag,“ segir Eva Heiða í samtali við mbl.is. 

„Þetta er bara ógeðslega spennandi. Eitt af því sem mér finnst alveg frábært er að kjörsókn er góð,“ segir Eva Heiða. 

Spurð út í kappræður Ríkisútvarpsins í gær segir Eva að þær Katrín og Halla, sem mælast efstar í nýjustu fylgiskönnunum, hafi ekki tekið mikla áhættu í málflutningi sínum. Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir hafi tekið meiri áhættu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert