Sundabrautin þegar orðin dýr

Loftmynd af Sundabraut.
Loftmynd af Sundabraut. Ljósmynd/Vegagerðin

Kostnaður vegna Sunda­braut­ar er orðinn 1.267 millj­ón­ir króna frá ár­inu 1998-2023, á verðlagi árs­ins 2023.

Þetta kem­ur fram í svari Vega­gerðar­inn­ar vegna fyr­ir­spurn­ar Morg­un­blaðsins um fram­reiknaðan hönn­un­ar- og und­ir­bún­ings­kostnað vegna Sunda­braut­ar.

Ekki ligg­ur fyr­ir kostnaður Reykja­vík­ur­borg­ar, Faxa­flóa­hafna eða annarra sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu á tíma­bil­inu.

Stytt­ir leiðina um níu kíló­metra

Und­ir­bún­ing­ur Sunda­braut­ar á sér langa sögu. Hug­mynd­in var fyrst sett fram árið 1975 í til­lögu að aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur 1975-1995. Það verður því hálf öld á næsta ári frá því að hug­mynd­in fædd­ist og ald­ar­fjórðung­ur frá því að farið var að verja um­tals­verðu fé í verk­efnið. Sunda­braut mun stytta leiðina frá Reykja­vík til Kjal­ar­ness um 9 km. Lengd braut­ar­inn­ar verður ná­lægt 10 km.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert