Bjarni óskar Höllu til hamingju

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Halla Tómasdóttir, næsti forseti Íslands.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Halla Tómasdóttir, næsti forseti Íslands. Samsett mynd/mbl.is/Eggert Jóhannesson/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sendi Höllu Tómasdóttur, næsta forseta, skeyti í dag þar sem hann óskaði henni innilega til hamingju með niðurstöður kosninganna að því er Bjarni greinir frá á Facebook.

Jafnframt óskaði hann henni velfarnaðar í starfi sínu og tók það fram að hún verði önnur konan til þess að taka við embætti forseta Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert