Landskjörstjórn tilkynnir niðurstöðurnar

Landskjörstjórn.
Landskjörstjórn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landskjörstjórn hefur sent frá sér tilkynningu um niðurstöðu talningar við forsetakjörið. Stjórnin kom saman til fundar klukkan 12 í dag. 

„Það tilkynnist hér með skv. 107. gr. kosningalaga nr. 112/2021 að niðurstaða talningar atkvæða við forsetakjör þann 1. júní 2024 er svohljóðandi:“

Gild atkvæði: 214.318

  • Arnar Þór Jónsson 10.881 atkvæði, eða 5,05%
  • Ásdís Rán Gunnarsdóttir 394 atkvæði, eða 0,18%
  • Ástþór Magnússon Wium 465 atkvæði, eða 0,22%
  • Baldur Þórhallsson 18.030 atkvæði, eða 8,36%
  • Eiríkur Ingi Jóhannsson 101 atkvæði, eða 0,05%
  • Halla Hrund Logadóttir 33.601 atkvæði, eða 15,58%
  • Halla Tómasdóttir 73.182 atkvæði, eða 33,94%
  • Helga Þórisdóttir 275 atkvæði, eða 0,13%
  • Jón Gnarr 21.634 atkvæði, eða 10,03%
  • Katrín Jakobsdóttir 53.980 atkvæði, eða 25,03%
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir 1.383 atkvæði, eða 0,64%
  • Viktor Traustason 392 atkvæði, eða 0,18%
  • Auðir seðlar 803 atkvæði, eða 0,37%
  • Ógildir seðlar af öðrum ástæðum 514 atkvæði, eða 0,19%
  • Samtals auðir og ógildir 1.317 atkvæði, eða 0,61%

Samtals voru atkvæðin 215.635 en fjöldi kjósenda á kjörskrá eru 266.935. Kjörsókn var því 80,8%.

Lýsa úrslitum 25. júní

Fjöldi kjósenda á kjörskrá er birtur með fyrirvara um leiðréttingar sem gerðar hafa verið á kjörskrá eftir útgáfu hennar þann 26. apríl.

Landskjörstjórn mun koma saman þann 25. júní til þess að úrskurða um gildi ágreiningsatkvæða og lýsa úrslitum kosninganna, sbr. 120. gr. kosningalaga.

Í tilkynningunni er vakin athygli á því að úrskurður landskjörstjórnar kann að hafa áhrif á endanlegan fjölda gildra atkvæða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert