Selenskí óskar Höllu til hamingju

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist hlakka til að vinna með kollega …
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist hlakka til að vinna með kollega sínum, Höllu Tómasdóttur, við að styrkja samband Úkraínu og Íslands. Samsett mynd

„Hamingjuóskir til Höllu Tómasdóttur fyrir sigur hennar í íslensku forsetakosningunum,“ segir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti á X.

Hann segist kunna að meta stuðning hennar til Úkraínu og hlakkar til að vinna með henni við að styrkja samband Úkraínu og Íslands.

„Ég er einnig þakklátur fyrir stuðning Íslands á Friðarformúlunni og fyrir að ætla sér að mæta á stofnfund Friðarráðstefnunnar,“ segir Selenskí.

„Ég óska [Höllu Tómasdóttur] farsælli og árangursríkri embættistíð í þágu íslensku þjóðarinnar og Evrópu okkar allra.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert