„Þú verður góður forseti“

Guðni óskar Höllu til hamingju með kjörið.
Guðni óskar Höllu til hamingju með kjörið. mbl.is/Eyþór

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, telur að Halla Tómasdóttir verði góður forseti. Hann óskar henni til hamingju með kjörið. 

Þetta kemur fram í bréfi Guðna til Höllu sem birtist á heimasíðu forsetaembættisins. Halla var kjörin forseti í forsetakosningunum sem fóru fram í gær. Hún tekur við embætti 1. ágúst.

„Ég óska þér innilega til hamingju með kjörið. Þú verður góður forseti. Ég færi einnig Birni, börnunum og fjölskyldunni allri heillaóskir. Þar nefni ég líka sérstaklega móður þína sem var svo virðuleg og hlý í viðtölum. Hún má svo sannarlega vera stolt af dóttur sinni,“ skrifar Guðni.

Myndin var tekin árið 2017 þegar Eliza og Guðni buðu …
Myndin var tekin árið 2017 þegar Eliza og Guðni buðu Höllu og Birni til Bessastaða. Skjáskot/forseti Íslands

Íslendingum þyki vænt um embættið

Þá segir Guðni að gott sé að búa á Bessastöðum. Hann vonar að Höllu og eiginmanni hennar muni líða vel þar.

„Þú tekur við embætti sem Íslendingum þykir afar vænt um. Þjóðin kaus sín ólíku forsetaefni eins og vera ber en mun núna sameinast um að styðja þig og styrkja til góðra verka. Það sýna fyrri fordæmi og við Eliza verðum alltaf boðin og búin að veita ykkur stuðning á vandasömum vettvangi. Við hjónin vonum sömuleiðis að ykkur muni líða vel hér á Bessastöðum. Hér er gott að búa,“ skrifar Guðni.

Einnig sendi Eliza Reid forsetafrú bréf til eiginmanns Höllu, Björns Skúlasonar.

„Þá sendi Eliza Reid forsetafrú einnig heillabréf til Björns Skúlasonar, eiginmanns Höllu. Í bréfinu óskar forsetafrú honum velfarnaðar á nýjum vettvangi og góðs gengis við að móta stöðu forsetamaka eftir eigin höfði og á farsælan hátt,“ skrifar Guðni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert