„Ég hafði alltaf trú á henni“

Frá vinstri: Aðalbjörg Baldursdóttir, Hafsteinn Þór Guðjónsson og Aðalheiður Júlírós …
Frá vinstri: Aðalbjörg Baldursdóttir, Hafsteinn Þór Guðjónsson og Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir. Samsett mynd/mbl.is/Vallý

Mik­ill fjöldi fólks kom sam­an þegar Halla Tóm­as­dótt­ir, ný­kjör­inn for­seti Íslands, ávarpaði þjóðina fyr­ir utan heim­ili sitt í Reykja­vík í gær. Blaðamaður mbl.is var á svæðinu og tók púls­inn á fólki.

„Ég hafði alltaf trú á henni“

Aðalbjörg Baldursdóttir var mætt að heilla nýjan forsetann.

Hvers vegna ertu komin hingað í dag?

„Til þess að heilla þessa flottu konu, sem er næsti forseti.“

Kaust þú Höllu?

„Já.“

Hvernig forseti heldur þú að hún verði?

„Ég held hún verði bara frábær, hún er glaðleg, jákvæð, falleg og flott kona.“

Kom það þér á óvart að hún hafi unnið kosningarnar?

„Nei alls ekki, ég hafði alltaf trú á henni og var að vona það.“

Kaust þú hana líka árið 2016?

„Nei, reyndar ekki. En mér hefur alltaf litist vel á hana. Hún er búin að gera svo margt frábært.“

Aðalbjörg Baldursdóttir.
Aðalbjörg Baldursdóttir. mbl.is/Vallý

„She is fabulous“

Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, var glaður í bragði þegar blaðamaður hitti á hann.

Hvers vegna ert þú kominn hér í dag?

„Ég er hérna til þess að styðja mömmu mína, hún er mjög spennt fyrir Höllu. Ég hef æðislega gaman af því að sjá fólkið og auðvitað vill maður styðja alla, við erum þjóð og þetta er æðislega fallegt og það verður mjög spennandi að sjá þegar Halla og fjölskyldan koma.“

Hvernig líst þér á hana sem næsta forseta?

She is fabulous, ég hef trú á henni.“

Kaust þú Höllu?

„Ég segi ekki það sem ég kýs, það er leyndarmál. En ég styð alla sem taka þátt í kosningunum og ég ætla að styðja Höllu í dag sem forseta Íslands.“

Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff.
Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff. mbl.is/Vallý

„Mér finnst hún frábær“

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir var mætt til að styðja nýjan forseta.

Hvers vegna ert þú komin hér í dag?

„Ég vil styðja við hana Höllu, mér finnst hún frábær.“

Hvernig heldur þú að hún verði sem næsti forseti Íslands?

„Hún á eftir að standa sig ótrúlega vel. Ég hef mikla trú á henni.“

Kom það þér á óvart að hún hafi unnið kosningarnar?

„Nei, alls ekki.“

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir.
Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir. mbl.is/Vallý
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert