„Ég reyni alltaf að gera mitt besta“

Birna Sól Guðmundsdóttir og Herdís Heiða Jing Guðjohnsen voru með …
Birna Sól Guðmundsdóttir og Herdís Heiða Jing Guðjohnsen voru með jafn háa einkunn og urðu báðar dúxar. Ljósmynd/Aðsend

Tveir nem­end­ur sem braut­skráðust frá Fjöl­brauta­skól­an­um í Garðabæ á laug­ar­dag­inn voru með jafn háa ein­kunn og urðu báðir dúx­ar. Birna Sól Guðmunds­dótt­ir var ann­ar þeirra en hún út­skrifaðist af mynd­list­ar­sviði list­náms­braut­ar með 9,4 í meðal­ein­kunn.

Birna fékk sömu­leiðis verðlaun frá Sögu­fé­lagi Íslands fyr­ir góðan ár­ang­ur í sögu, viður­kenn­ingu fyr­ir framúrsk­ar­andi ár­ang­ur í mynd­list og íþrótt­um og fyr­ir góða skóla­sókn. Jafn­framt fékk hún mennta­verðlaun Há­skóla Íslands.

Ger­ir sitt besta

Birna seg­ist ekki hafa gert „neitt sér­stakt“ til að ná þess­um góða ár­angri. Hún seg­ist ein­fald­lega hafa unnið öll verk­efni og skilað þeim á rétt­um tíma.

„Ég reyni alltaf að gera mitt besta og vona að það skili sér,“ seg­ir Birna.

Birna Sól er á leið í listnám til Bretlands, hún …
Birna Sól er á leið í list­nám til Bret­lands, hún hlaut 9,4 í loka­ein­kunn. Ljós­mynd/​Aðsend

Á leið í list­nám í Bretlandi

Meðfram skóla hef­ur Birna gegnt stöðu for­manns hinseg­in­fé­lags FG og sinnt hluta­starfi í versl­un. Hún hef­ur líka mik­inn áhuga á teikn­ingu, teikn­ar á hverj­um degi og er á leiðinni í há­skóla­nám í fag­inu.

Birna hef­ur fengið inn­göngu í Leeds Art Uni­versity í Bretlandi þar sem hún mun stunda nám í teikni­mynda­sögu­gerð.

Hún hef­ur farið í teikni­áfanga í FG og seg­ir það hafa verið góðan und­ir­bún­ing: „Því meira sem þú teikn­ar því betri verðurðu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert