Fjölmennasta brautskráning frá upphafi

144 nemendur útskrifuðust frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ um helgina.
144 nemendur útskrifuðust frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ um helgina. Ljósmynd/Aðsend

Fjöl­menn­asta braut­skrán­ing í sögu Fjöl­brauta­skól­ans í Garðabæ átti sér stað um helg­ina. Tveir nem­end­ur voru með ná­kvæm­lega jafn háa ein­kunn og deildu dúx­titil­in­um.

Í til­kynn­ingu frá FG kem­ur fram að 144 hafi út­skrif­ast frá skól­an­um á laug­ar­dag­inn en aldrei hafa út­skrift­ar­efn­in verið fleiri. Flest­ir nem­end­ur luku námi af list­náms­braut­um skól­ans en þeir voru 35 tals­ins.

Herdís Heiða Jing Guðjohnsen og Birna Sól Guðmundsdóttir, dúxar skólans, …
Her­dís Heiða Jing Guðjohnsen og Birna Sól Guðmunds­dótt­ir, dúx­ar skól­ans, ásamt Kristni Þor­steins­syni skóla­meist­ara. Ljós­mynd/​Aðsend

Tveir nem­end­ur urðu dúx­ar með ná­kvæm­lega sömu ein­kunn, 9.4. Það voru þær Birna Sól Guðmunds­dótt­ir sem út­skrifaðist af mynd­list­ar­sviði list­náms­braut­ar og Her­dís Heiða Jing Guðjohnsen sem lauk námi á tækni­sviði nátt­úru­fræðibraut­ar.

Þrem­ur starfs­mönn­um sem láta af störf­um í skól­an­um var veitt gull­merki skól­ans, kenn­ur­un­um Sig­ur­karli Magnús­syni og Þór­unni Bergþóru Jóns­dótt­ir og stuðnings­full­trú­an­um Þór­dísi Gísla­dótt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert