Hreifst af tölvunarfræði í FG

Her­dís Heiða Jing Guðjohnsen eftir útskriftarathöfnina á laugardaginn.
Her­dís Heiða Jing Guðjohnsen eftir útskriftarathöfnina á laugardaginn. Ljósmynd/Aðsend

Her­dís Heiða Jing Guðjohnsen er ann­ar tveggja dúxa Fjöl­brauta­skól­ans í Garðabæ í ár en hún út­skrifaðist á laug­ar­dag­inn af tækni­sviði nátt­úru­fræðibraut­ar með 9,4 í ein­kunn.

Her­dís hlaut einnig viður­kenn­ingu fyr­ir góðan náms­ár­ang­ur í stærðfræði, eðlis­fræði, raun­grein­um, tölvu­grein­um, íþrótt­um, ensku og ís­lensku, sem og fyr­ir góða skóla­sókn.

Spurð hvernig hún hafi farið að þessu seg­ist Her­dís hafa hlustað í tím­um og verið dug­leg að vinna verk­efni jafnóðum í stað þess að fresta þeim fram á síðustu stundu. „Ann­ars myndi ég segja að ég hafi ekk­ert verið að læra neitt ótrú­lega mikið.“

Herdís Heiða Jing Guðjohnsen og Birna Sól Guðmundsdóttir ásamt Kristni …
Her­dís Heiða Jing Guðjohnsen og Birna Sól Guðmunds­dótt­ir ásamt Kristni Þor­steins­syni, skóla­meist­ara FG. Þær út­skrifuðust með jafn­háa ein­kunn og urðu því báðar dúx­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Stefn­ir á nám í tölv­un­ar­fræði

Meðfram skóla hef­ur Her­dís verið í hluta­starfi á veit­ingastað og æft skauta. Hún seg­ir ekki hafa verið erfitt að sam­ræma þetta nám­inu: „Ég náði ein­hvern veg­inn að skipu­leggja mig þannig að ég hafði tíma fyr­ir allt.“

Í haust stefn­ir Her­dís á nám í tölv­un­ar­fræði í Há­skól­an­um í Reykja­vík en í FG fór hún í nokkra áfanga í fag­inu og var mjög hrif­in.

„Mér fannst það svo skemmti­legt að ég ákvað að skella mér bara í það í há­skóla.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert